Lífið

Þessi nýi leikur gerir þig brjálaðan

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
2048 er tölvuleikur en einnig getur einn leikmaður spilað hann í farsíma. Það var hinn ítalski Gabriele Cirulli sem skapaði hann og setti á markað í mars á þessu ári en Gabriele er aðeins nítján ára gamall.

Leikurinn gengur út á að tengja saman sömu tölur og markmið leiksins er að enda með reit með tölunni 2048. Hljómar frekar einfalt en er fáránlega erfitt.

Gabriele bjó leikinn til að sjá hvort hann gæti forritað leik frá grunni. Það kom honum svo sannarlega í opna skjöldu þegar fjórar milljónir manna spiluðu leikinn í fyrstu vikunni sem hann var aðgengilegur almenningi.

Margir hafa líkt 2048 við leikinn Flappy Bird, aðallega út af því að þeir eru báðir afar ávanabindandi. Margir vita kannski að Flappy Bird var tekinn af markaðinum af skapara sínum, Nguyên Hà Ðông, í febrúar á þessu ári því hann var með gríðarlegt samviskubit yfir því hvað leikurinn var í raun ávanabindandi. Nú á eftir að koma í ljós hvort sama verði upp á teningnum með 2048 en Flappy Bird var aðeins aðgengilegur í minna en ár.

Leikurinn í hnotskurn:

Til bæði í verslun iTunes og Google Play

Ókeypis

2,1 MB

Til á ensku og frönsku

Fær að meðaltali 4 stjörnur hjá notendum

Spilaðu leikinn í tölvunni hér






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.