Lífið

Dylan Penn situr fyrir nakin

Marín Manda skrifar
Sean Pean og dóttirin Dylan Penn á góðri stundu.
Sean Pean og dóttirin Dylan Penn á góðri stundu.
Það hefur verið orðrómur á kreiki um stund að Dylan Penn, dóttir leikaranna Seans Penn og Robin Wright, hafi gert samning um að sitja fyrir nakin hjá Playboy-tímaritinu.

Hin töfrandi Penn hefur hins vegar afþakkað tilboðið og valið að sitja fyrir hjá tímaritinu Treats. Ljósmyndaranum Tony Duran hældi hún fyrir listræna hæfileika. „Ég hafði kynnt mér myndirnar hans löngu áður en ég var beðin um að sitja fyrir og ég hef alltaf elskað svarthvítu nektarmyndirnar hans sem eru mjög fágaðar,“ sagði hin unga Penn í samtali við Treats.

Dylan Penn hefur augljóslega fengið útlitið í vöggugjöf en hún hefur áður setið fyrir hjá tímaritunum GQ, W Magazine og Elle.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.