Raftónlistar-ævintýri Ólöf Skaftadóttir skrifar 10. apríl 2014 14:00 Árni Grétar, betur þekktur sem Futuregrapher, heldur utan um verkefnið. Fréttablaðið/Daníel „Við hjá Möller Records munum nota styrkinn til að taka túr um landið og kynna hugljúfa raf- og sveimtónlist fyrir landi og þjóð,“ segir Árni Grétar, betur þekktur sem raftónlistarmaðurinn Futuregrapher, en útgáfufyrirtækið Möller Records hlaut styrk úr tónlistarsjóði Kraums upp á hálfa milljón króna í verkefnið „Möller um landið“. Nokkrir tónlistarmenn taka þátt í verkefninu, en ásamt Futuregrapher eru það Steve Sampling, Bistro Boy og tónlistarmaðurinn Árni Vector. „Fleiri raftónlistarmenn munu svo koma til með að taka þátt. Við munum fara hringinn – alvöru hringinn, því við förum að sjálfsögðu á Vestfirði,“ segir Árni Grétar, léttur í bragði. Aðspurður segir Árni það mikilvægt fyrir komandi kynslóðir úti á landi að kynnast raftónum og flæði. „Þetta er sannkallaður heiladans og fær líkama okkar og huga af stað. Ég ólst upp á Tálknafirði og þar voru ekki margir sem hlustuðu til dæmis á sveimtónlist, eða ambient, og það var kannski bara af því að það var ekkert í boði. Maður þurfti að leita að alvöru sveimi í bænum og koma með heim vestur á firði. Svo held ég að það sé bara gaman fyrir fólk að kynnast þessu og upplifa. Og dansa.“ Árna hefur lengi langað út á land með raftónleikatúr, en aldrei látið verða af því. „Við í Möller höfum talað um það að gera svona Með-allt-á-hreinu í raftónlist. Þetta verður eitthvað þannig ævintýri,“ bætir hann við og segir raftónlist í uppáhaldi hjá sér og sínu fólki. „Það er ekkert betra en brotnir taktar, djúpur bassi og vel sykruð melódía með dassi af depurð og smá vonarneista. Það má segja að raftónlist sé ég og ég sé raftónlist. Þetta er mitt líf. Ég lærði á gítar og saxófón, en þegar ég áttaði mig á því að ég gæti spilað á öll hljóðfærin með hjálp tölvunnar, þá vissi ég að raftónlistin var málið. Það var árið 1996. Ég tók þá eitt stig á píanó, til að læra grunninn, og keypti mér hljóðgervil fyrir fermingarpeninginn og tónlistarforrit í heimilistölvuna. Mamma og pabbi trúðu á mig og það hjálpaði til. Þetta var gaman og spennandi og er það enn, 17 árum síðar.“ Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Fleiri fréttir „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Sjá meira
„Við hjá Möller Records munum nota styrkinn til að taka túr um landið og kynna hugljúfa raf- og sveimtónlist fyrir landi og þjóð,“ segir Árni Grétar, betur þekktur sem raftónlistarmaðurinn Futuregrapher, en útgáfufyrirtækið Möller Records hlaut styrk úr tónlistarsjóði Kraums upp á hálfa milljón króna í verkefnið „Möller um landið“. Nokkrir tónlistarmenn taka þátt í verkefninu, en ásamt Futuregrapher eru það Steve Sampling, Bistro Boy og tónlistarmaðurinn Árni Vector. „Fleiri raftónlistarmenn munu svo koma til með að taka þátt. Við munum fara hringinn – alvöru hringinn, því við förum að sjálfsögðu á Vestfirði,“ segir Árni Grétar, léttur í bragði. Aðspurður segir Árni það mikilvægt fyrir komandi kynslóðir úti á landi að kynnast raftónum og flæði. „Þetta er sannkallaður heiladans og fær líkama okkar og huga af stað. Ég ólst upp á Tálknafirði og þar voru ekki margir sem hlustuðu til dæmis á sveimtónlist, eða ambient, og það var kannski bara af því að það var ekkert í boði. Maður þurfti að leita að alvöru sveimi í bænum og koma með heim vestur á firði. Svo held ég að það sé bara gaman fyrir fólk að kynnast þessu og upplifa. Og dansa.“ Árna hefur lengi langað út á land með raftónleikatúr, en aldrei látið verða af því. „Við í Möller höfum talað um það að gera svona Með-allt-á-hreinu í raftónlist. Þetta verður eitthvað þannig ævintýri,“ bætir hann við og segir raftónlist í uppáhaldi hjá sér og sínu fólki. „Það er ekkert betra en brotnir taktar, djúpur bassi og vel sykruð melódía með dassi af depurð og smá vonarneista. Það má segja að raftónlist sé ég og ég sé raftónlist. Þetta er mitt líf. Ég lærði á gítar og saxófón, en þegar ég áttaði mig á því að ég gæti spilað á öll hljóðfærin með hjálp tölvunnar, þá vissi ég að raftónlistin var málið. Það var árið 1996. Ég tók þá eitt stig á píanó, til að læra grunninn, og keypti mér hljóðgervil fyrir fermingarpeninginn og tónlistarforrit í heimilistölvuna. Mamma og pabbi trúðu á mig og það hjálpaði til. Þetta var gaman og spennandi og er það enn, 17 árum síðar.“
Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Fleiri fréttir „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Sjá meira