Lífið

Fegurðin úr hversdagsleikanum

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Guðjón
Guðjón Fréttablaðið/GVA
Myndlistarmaðurinn Guðjón Ketilsson opnar sýningu í Hverfisgalleríi í dag klukkan 17.

„Sýningin heitir Ný verk og er nákvæmlega það. Ný verk,“ segir Guðjón, en sýningin stendur yfir til 17. maí.

„Þetta er í raun og veru mjög lógískt framhald af fyrri sýningum. Hlutir hafa tilhneigingu til að skarast svolítið og það er oft eitthvað í einu verki sem kveikir hugmynd að öðru,“ segir Guðjón. Síðasta sýning hans á Íslandi, Samræmi, var samsýning með Hildi Bjarnadóttur í Hafnarborg í október 2011.

Guðjón er ef til vill hvað þekktastur fyrir að draga fram fegurðina í hversdagslegum hlutum, á borð við spýtukubbum eða gömlum húsgögnum.

„Á sýningunni Ný verk eru skúlptúrar og blýantsteikningar. Skúlptúrarnir eru unnir út frá fundnum húsgögnum og mynda innsetningu í Hverfisgalleríi. Teikningarnar eru svo annað verk. Þetta eru eiginlega húsgögn með gluggum og teikningar af húsformum sem eru gluggalaus. Þannig að það er ákveðið samtal þarna á milli,“ segir Guðjón að lokum og hlær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.