Lífið

Fleiri stór nöfn á stórskemmtilegri Iceland Airwaves í ár

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Kamilla Ingibergsdóttir býst við um átta þúsund gestum á Iceland Airwaves í ár.
Kamilla Ingibergsdóttir býst við um átta þúsund gestum á Iceland Airwaves í ár. Fréttablaðið/Valli
Skipuleggjendur Iceland Airwaves tilkynntu í dag fleiri listamenn sem koma fram á hátíðinni í ár en alls verða þeir um 200.

Iceland Airwaves-hátíðin verður haldin í sextánda sinn í ár, dagana 5. til 9. nóvember, og er undirbúningur í fullum gangi.

„Við erum hæstánægð og það er ótrúlega skemmtilegt að tilkynna jafn heita hljómsveit og Future Islands,“ segir Kamilla Ingibergsdóttir hjá Iceland Airwaves-hátíðinni, en hátíðin hefur nú tilkynnt um 70 af 200 tónlistarmönnum og hljómsveitum sem koma fram í ár.

Eins og mörgum er kunnugt kom Future Islands fram í spjallþætti Davids Letterman á dögunum, en þar vakti söngvari sveitarinnar mikla athygli fyrir frumlega sviðsframkomu og klippa úr þættinum fór eins og eldur í sinu um netheima. 



„Söngvarinn í bandinu er náttúrulega stórkostlegur,“ bætir Kamilla við og segir gaman fyrir hátíðina að sveit sem þau hafi bókað fái svo mikla athygli.

Auk þess bætast við sveitir á borð við Caribou og The War on Drugs sem Kamilla segir sérstakt gleðiefni.

„The War on Drugs kemur til með að loka hátíðinni ásamt Flaming Lips á sunnudeginum en sveitin gaf nýverið út frábæra plötu.“

„Við búumst við jafn mörgum útlendingum og í fyrra, þegar um sextíu prósent rúmlega átta þúsund gesta voru að utan. Við höfum þegar selt fullt af miðum og hvetjum fólk eindregið til að sofna ekki á verðinum og vera snemma í því að næla sér í miða. Við verðum oft vitni að því að fólk situr eftir með sárt ennið,“ útskýrir Kamilla, og segist sérlega spennt fyrir hátíðinni í ár.

„Svo eigum við heilan helling inni. Það á eftir að tilkynna meira en hundrað bönd!“

200 hljómsveitir koma fram Nú þegar hafa um 70 nöfn verið tilkynnt á hátíðina. Fréttablaðið/Valli
Þetta eru tónlistarmennirnir sem bætast við:

The War on Drugs (US)

Caribou (CA)

Future Islands (US)

Oyama

Farao (NO)

Kaleo

Zhala (SE)

Spray Paint (US)

Rökkurró

Emilie Nicolas (NO)

Endless Dark

Kippi Kaninus

King Gizzard & The Lizard Wizard (AU)

Brain Police

Beneath

Þórir Georg

Fufanu

Epic Rain

Skurken

AMFJ

Kontinuum

Ophidian I

Var

Atónal Blús

Mafama

Vio

Lucy in Blue

Conflictions






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.