Lífið

Syngja dúett í beinni

Vísir/Getty
Rihanna og Eminem syngja dúett saman á MTV Movie-verðlaunahátíðinni á sunnudagskvöldið. Ætla þau að syngja lagið Monster sem var á plötu Eminem, The Marshall Mathers LP 2, sem kom út í fyrra. Markar þetta viss tímamót því þau hafa ekki komið fram á hátíðinni í fimm ár.

Rihanna og Eminem ákváðu að vinna saman við Monster eftir að ástardúettinn þeirra, Love The Way You Lie, vakti gríðarlega lukku.

Þá ætlar tvíeykið einnig að fara á tónleikaferðalag saman í ágúst og spila til að mynda í New York og Los Angeles. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.