Lífið

Kominn tími á andlitslyftingu vefsíðunnar

Baldvin Þormóðsson skrifar
Ólafur Thorarensen, framkvæmdastjóri
Ólafur Thorarensen, framkvæmdastjóri vísir/valli
„Útlit síðunnar var orðið átta ára gamalt og því kominn tími til þess að fríska upp á vefinn,“ segir Ólafur Thorarensen, framkvæmdastjóri miði.is, en nýr vefur þjónustunnar var opnaður í dag.

„Helsta viðbótin er að nýja útlitið er skalanlegt og því hentugt fyrir snjallsíma og spjaldtölvur,“ segir Ólafur en einnig voru vefþjónar vefsins bættir. 

„Núna getum við tekið við tvöfalt meira álagi en áður,“ segir Ólafur. „Nýja kerfið gerir okkur líka kleift að bæta við vefþjónum ef á þarf að halda, til dæmis fyrir stærri viðburði.“

Á næstu mánuðum mun miði.is einnig bjóða upp á nýjungar á borð við vörusölu á vefnum.

„Segjum að þú sért að kaupa miða á tónleika, þá gætirðu jafnvel keypt geisladisk hljómsveitarinnar á sama tíma og þú kaupir miðann, eða leikskrána fyrir leikritið sem þú ert að fara á, “ segir Ólafur. „Þetta er allt í bígerð.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.