Lífið

Disney-skip stoppar í Reykjavík

Baldvin Þormóðsson skrifar
Skemmtiferðaskipið tekur tæpa tvö þúsund farþega.
Skemmtiferðaskipið tekur tæpa tvö þúsund farþega.
„Disney-skipin eru sérstaklega hugsuð fyrir fjölskyldufólk,“ segir Jóhann Bogason, deildarstjóri hjá TVG-Zimsen en skemmtiferðaskipið Disney Magic mun koma til Reykjavíkur í júlí á næsta ári og stoppa yfir nótt við Skarfabakka.

Þetta er í fyrsta skipti sem Disney-skip kemur til Íslands.

Skemmtiferðaskipið skartar öllu því helsta frá Disney World og má meðal annars sjá Mikka mús, Guffa og litlu hafmeyjuna í sölum skipsins.

„Um borð eru vatnsrennibrautagarðar, bíósalir og boðið verður upp á flugeldasýningu,“ segir Jóhann.

„Síðan er hver ferð með ákveðið þema og verður Íslandsferðin undir áhrifum Disney-myndarinnar Frozen sem var frumsýnd í fyrra.“

Skipið er 84 þúsund rúmlestir að stærð og tekur tæpa tvö þúsund farþega. Skipið er í flota Disney Cruise Line en TVG-Zimsen mun þjónusta skipið á meðan á dvöl þess stendur í Reykjavík.

Aðspurður hvort einhverjir íslenskir tónlistarmenn muni stíga á svið í skemmtiferðaskipinu segist Jóhann ekki draga það í efa að Disney muni setja upp einhvers konar uppákomur í kringum þetta en ljóst er að það verður mikið fjör í kringum komu skipsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.