Lífið

Úr sveittri rútu á stóran leikvang

Baldvin Þormóðsson skrifar
Jón Þór Sigurðsson vígalegur með riffilinn.
Jón Þór Sigurðsson vígalegur með riffilinn. Vísir/Úr einksafni
„Þetta er rosalega skemmtilegt sport,“ segir Jón Þór Sigurðsson, hljómsveitarmeðlimur Diktu, en hann varð nýverið Íslandsmeistari í skotfimi í flokki liggjandi fimmtíu metra riffils.

Jón Þór hefur ekki stundað skotfimi lengi.

„Þetta er smá grillað því ég byrjaði bara að æfa í lok árs 2009,“ útskýrir hann, en Jón Þór varð Íslandsmeistari í sama flokki tveimur árum síðar, árið 2011, og var í kjölfarið tekinn inn í landsliðið í skotfimi.

„Síðan var ég bara mættur fyrir Íslands hönd á smáþjóðleikana í Liechtenstein,“ bætir hann við, en hann hafnaði í þriðja sæti á leikunum.

„Við vorum einmitt um þetta leyti að koma úr þriggja vikna tónleikaferðalagi þegar ég fór beint að keppa á smáþjóðaleikunum,“ útskýrir hann, en ásamt því að vera afreksmaður í skotfimi þá spilar hann á trommur í hljómsveitinni Diktu og er flugmaður hjá Flugfélaginu Ernir.

„Þannig að ég fór beint úr sveittri hljómsveitarrútu og inn á stóran leikvang að heilsa áhorfendum,“ segir hinn fjölhæfi Jón Þór að lokum og hlær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.