Lífið

Kjóll Shakiru stal senunni

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vísir/Getty
Það besta í kántrítónlist var verðlaunað í Las Vegas á sunnudaginn á verðlaunahátíðinni Academy of Country Music. Skærustu stjörnur heimsins létu sig ekki vanta á rauða dregilinn þar sem íburðarmiklir síðkjólar voru mjög áberandi.

Allir sigurvegarar hátíðarinnar:

Skemmtikraftur ársins

George Strait

Söngvari ársins

Jason Aldean

Söngkona ársins

Miranda Lambert

Dúett ársins

Florida Georgia Line

Hljómsveit ársins

The Band Perry

Nýliði ársins

Justin Moore

Plata ársins 

Same Trailer Different Park - Kacey Musgraves

Smáskífa ársins

Mama‘s Broken Heart - Miranda Lambert

Lag ársins

I Drive Your Truck

Myndband ársins

Highway Don‘t Care - Tim McGraw með Taylor Swift og Keith Urban

Viðburður ársins

We Were Us - Keith Urban og Miranda Lambert

Söngkonan Taylor Swift klæddist kjól frá J Mendel, hælaskóm frá Casadei og bar skartgripi frá Marina B.
Umtalaðasti kjóll kvöldsins var klárlega Zuhair Murad-kjóllinn sem söngkonan Shakira klæddist. Sitt sýnist hverjum um fegurð kjólsins.
Idol-stjarnan Carrie Underwood var í kjól frá Oscar de la Renta, hælaskóm frá Jimmy Choo og með skartgripi frá David Yurman.
Kántrísöngkonan Faith Hill klæddist kjól frá Saint Laurent og bar skart frá Martin Katz.
Idol-stjarnan Kellie Pickler var í pastellituðum kjól frá Romona Keveza.
Leikkonan Olivia Munn bauð upp á eldrauðan kjól frá Reem Acra, hæla frá Christian Louboutin og skart frá Neil Lane.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.