Lífið

Fyrst bók og svo barn

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Tobba Marinós gefur fyrst út bók og svo er áætlað að barnið komi í lok júní.
Tobba Marinós gefur fyrst út bók og svo er áætlað að barnið komi í lok júní. vísir/anton brink
Nýjasta bók Tobbu Marinósdóttur kemur í verslanir í maí og ber titilinn Tuttugu tilefni til dagdrykkju.

„Bókin er tuttugu kaflar sem allir gefa tilefni til dagdrykkju. Þetta eru sögur úr mínu lífi sem útskýra af hverju ég hef fengið mér í miðri viku,“ segir Tobba og bætir við að það sé gott að bókin verði komin í verslanir áður en barnið fæðist í júní.

Hún segir skrifin hafa tekið lengri tíma en skrif fyrri bóka sinna því það sé öðruvísi þegar maður skrifar um sjálfan sig og þurfi að bera ýmislegt undir marga.

„Maður þarf að passa að mamma og pabbi fái ekki taugaáfall. Þau eru búin að lesa og pabbi hló allavega upphátt nokkrum sinnum.“ 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.