Lífið

Hljómar vígja Hljómahöllina

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Verið að leggja lokahönd á húsið. Formleg opnunarhátíð fer fram í dag og kemur fram fjöldi listamanna.
Verið að leggja lokahönd á húsið. Formleg opnunarhátíð fer fram í dag og kemur fram fjöldi listamanna. mynd/einkasafn
„Við erum stolt af því að Hljómar opni Hljómahöllina,“ segir Tómas Young, framkvæmdastjóri Hljómahallarinnar, sem er nýtt tónlistar- og menningarhús í Reykjanesbæ. Húsið verður formlega opnað í dag og af því tilefni verður blásið til veglegrar opnunarhátíðar. Húsið verður opið landsmönnum sunnudaginn 6. apríl á milli klukkan 14 og 19 en þá fara fram fjölmargir tónlistarviðburðir og húsið í heild sinni til sýnis.

Á opnunarhátíðinni koma fram auk Hljóma listamenn á borð við Valdimar Guðmundsson, Elízu Newman, Magnús og Jóhann og Magnús Kjartansson. „Þetta eru allt listamenn sem eru fæddir og uppaldir á svæðinu og því við hæfi að þessir listamenn komi fram og opni Höllina,“ bætir Tómas við.

Hlutverk Hljómahallar er að vera mikilvægur vettvangur fjölskrúðugs mannlífs, ráðstefnuhalds, funda og menningarviðburða í Reykjanesbæ. Félagsheimilið Stapi er hluti af Hljómahöll og þjónar áfram sínu hlutverki. Auk þess er nýtt Rokksafn Íslands og Tónlistarskóli Reykjanesbæjar hluti af Hljómahöll.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.