Lífið

Fótboltamamma hugfangin af úlfum

Marín Manda skrifar
Sigga Magga sker út úlfa í litríkan pappa og býr til myndir sem eru mjög vinsælar um þessar mundir.
Sigga Magga sker út úlfa í litríkan pappa og býr til myndir sem eru mjög vinsælar um þessar mundir.
Sigríður Margrét Jónsdóttir sker út úlfamyndir úr pappa og selur á Facebook.

„Ég er algjör fótboltamamma sem lifi fyrir að vera skapandi,“ segir Sigríður Margrét Jónsdóttir, sem útskrifaðist úr Iðnskólanum í Hafnarfirði í vor.

Sigga Magga, eins og hún kallar sig á Facebook, er búin að vera að sauma á sig flíkur frá því að hún man eftir sér en segist vera dottin í þann gír að búa til myndir sem hún kallar úlfinn.

„Ég lærði dýraatferlisfræði í Danmörku og hef verið hugfangin af úlfum. Svo fór ég að skera út í pappa og hef verið að vinna í að gera fjölbreytta úlfa í mismunandi litum.“

Sigga Magga segist hafa þurft að stíga út fyrir þægindarammann þegar fólk fór að sýna myndunum hennar áhuga en er himinlifandi yfir áhuganum. Hægt er að nálgast myndirnar á Facebook-síðunni Sigga Magga eða hjá Reykjavík Corner Store.

Úlfur útklipptur í pappa í skemmtilegum litum.
1





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.