Lífið

Ógnvekjandi draugafjölskylda í Vogum

Marín Manda skrifar
Myndir/Arnþór Birkisson
Förðunarfræðingarnir Selma Hafsteinsdóttir og Ástrós Erla Benediktsdóttir unnu að draugalegri myndatöku ásamt Arnþóri Birkissyni ljósmyndara.

„Við sáum drauga í hverju horni og andrúmsloftið var eftir því. Við létum þó ekkert stöðva okkur þrátt fyrir mikinn kulda og snjóbyl úti heldur var fyrirsætunum hlýjað inni í bíl reglulega þar sem þær drukku heitt kakó,“ segir Kristín Stefánsdóttir hlæjandi þegar hún rifjar upp draugamyndatöku á eyðibýli í Vogum á Vatnsleysuströnd.

Hugmyndin að myndatökunni varð að veruleika í kjölfar lokaverkefnis nemenda í NN-Makeup school sem lærðu „special effects“ en þemað tengdist vofum og íslenskum þjóðsögum.

„Oft fær fagfólk ekki tækifæri til að nýta sköpunargáfuna til fullnustu og deila með öðrum. Að vinna með Arnþóri ljósmyndara var svo meiriháttar því við náðum að skapa draugafjölskyldu sem átti að hafa tekið sér bólfestu í húsi og neitað að fara. Myndirnar fanga þessa stemningu á magnaðan hátt,“ segir Kristín.

Förðunarfræðingar: Selma Hafsteinsdóttir förðunarmeistari og kennari á Special Effects-námskeiðinu, Ástrós Erla Benediktsdóttir, skólastjóri NN-Makeupschool, og Ólöf Birna Torfadóttir, förðunarmeistari og fyrrum nemandi í Special Effects.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.