Áttatíu brottfarir og lendingar í Keflavík innan verkfallstímans Garðar Örn Úlfarsson skrifar 2. apríl 2014 07:00 Brottfarir og lendingar á Keflavíkurflugelli milli klukkan 4 og 9 þriðjudagsmorguninn 8. apríl. HEIMILD: ISAVIA „Ljóst er að komi til vinnustöðvunar mun það hafa í för með sér röskun á innanlandsflugi og millilandaflugi á umræddu tímabili,“ segir í yfirlýsingu frá Isavia vegna boðaðra verkfalla hjá um 400 flugvallastarfsmönnum félagsins. Þrjú félög starfsmanna á flugvöllum sem ekki hefur náðst að semja við um nýja kjarasamninga hafa samþykkt að grípa til þriggja tímabundinna vinnustöðvana nú í apríl og loks til ótímabundins verkfalls 30. apríl takist ekki að ná samningum. Þetta eru Félag flugmálastarfsmanna ríkisins, Stéttarfélag í almannaþjónustu og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Þetta er starfsmenn á öllum flugvöllum landsins og flugöryggisverðir á Keflavíkurflugvelli.„Ber þvi miður alltof mikið í milli“ „Það er því miður alltof mikið sem ber í milli,“ segir Kristján Jóhannsson, formaður Félags flugmálastarfsmanna ríkisins. Kristján kveður liðsmenn félaganna þriggja hafa gefið skýrt til kynna að þeir myndu fella samninga sem byggðu á þeirri 2,8 prósent launahækkun sem Samtök atvinnulífsins byðu. Tímabundnu vinnustöðvanirnar eiga að vera 8., 23. og 25. apríl og standa í fimm klukkutíma í hvert sinn, frá klukkan fjögur að morgni til klukkan níu. Mikið er um að vera í áætlunarflugi á þessum tíma dags. Þannig eru um 80 brottfarir og lendingar á Keflavíkurflugvelli innan þessa tímaramma umrædda þrjá daga.Búast má við mikilli röskun á áætlunarflugi til og frá landinu ef flugvallarstarfsmenn Isavia leggja niður vinnu. Fréttablaðið/ValliFylgjast þarf með tilkynningum „Isavia vinnur að viðbragðsáætlun ásamt flugrekstraraðilum sem miðar að því að takmarka sem mest röskun á flugi og óþægindi sem af þeim kunna að hljótast,“ segir í yfirlýsingu Isavia þar sem flugfarþegum er bent á að fylgjast með tilkynningum á vefsvæðum Isavia, Keflavíkurflugvallar og flugfélaganna um breytingar sem kunna að verða á flugáætlun þegar nær dragi boðuðum aðgerðum. Erfitt er að meta möguleikana á að samkomulag náist fyrir 8. apríl. Samkvæmt Isavia eru kröfur stéttarfélaga talsvert hærri en samið hefur verið um á almennum vinnumarkaði auk þess sem þau vilji gera samninga til skamms tíma.Segja félögin hafa hafnað hugmyndum „Þá hefur hugmyndum til að koma til móts við kröfur félaganna verið hafnað án efnislegrar umræðu. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hefur meðal annars sagt að ekkert í launaþróun þessa hóps réttlæti annað en að fylgja þeirri meginlínu sem aðilar á almennu vinnumarkaði hafa þegar samið um,“ segir Isavia. Þótt vinnustöðvununum eigi að ljúka klukkan níu umrædda morgna verður ekki hægt að hefja flugið strax þá því þar sem flugöryggisverðir eru ekki við vinnu er engum, hvorki öðru starfsfólki né farþegum, hleypt inn í flugstöðinni í Keflavík á meðan stöðvunin stendur. Það mun því líða nokkur tími þar til fyrstu vélar geta tekið í loftið eða lent.Innanlandsflug hefst klukkan níu Flugfélag Íslands og Flugfélagið Ernir sem stunda áætlunarflug innanlands myndu einnig verða fyrir truflunum af vinnustöðvunum. Ingi Þór Guðmundsson. markaðsstjóri Flugfélags Íslands, segir að verið sé að skoða hvað sé hægt að gera svo farþegar verði fyrir sem minnstri röskun. „Það er líklegt að Flugfélag Íslands hefji flug klukkan níu á alla áfangastaði,“ segir Ingi sem kveður félagið munu láta vita ef einhverjar breytingar verði. Næsti fundur samningafndur deiluaðilanna verður á föstudag.Áætlun Flugfélags Íslands á vinnustöðvunartímanum:NY112 Reykjavík 07:15 Akureyri 08:00NY113 Akureyri 08:25 Reykjavík 09:10 NY326 Reykjavík 07:30 Egilsstaðir 08:30NY327 Egilsstaðir 08:55 Reykjavík 09:55 NY016 Reykjavík 08:00 Ísafjörður 08:40NY017 Ísafjörður 09:05 Reykjavík 09:45 NY118 Reykjavík 08:30 Akureyri 09:15NY113 Akureyri 09:40 Reykjavík 10:25 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Ljóst er að komi til vinnustöðvunar mun það hafa í för með sér röskun á innanlandsflugi og millilandaflugi á umræddu tímabili,“ segir í yfirlýsingu frá Isavia vegna boðaðra verkfalla hjá um 400 flugvallastarfsmönnum félagsins. Þrjú félög starfsmanna á flugvöllum sem ekki hefur náðst að semja við um nýja kjarasamninga hafa samþykkt að grípa til þriggja tímabundinna vinnustöðvana nú í apríl og loks til ótímabundins verkfalls 30. apríl takist ekki að ná samningum. Þetta eru Félag flugmálastarfsmanna ríkisins, Stéttarfélag í almannaþjónustu og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Þetta er starfsmenn á öllum flugvöllum landsins og flugöryggisverðir á Keflavíkurflugvelli.„Ber þvi miður alltof mikið í milli“ „Það er því miður alltof mikið sem ber í milli,“ segir Kristján Jóhannsson, formaður Félags flugmálastarfsmanna ríkisins. Kristján kveður liðsmenn félaganna þriggja hafa gefið skýrt til kynna að þeir myndu fella samninga sem byggðu á þeirri 2,8 prósent launahækkun sem Samtök atvinnulífsins byðu. Tímabundnu vinnustöðvanirnar eiga að vera 8., 23. og 25. apríl og standa í fimm klukkutíma í hvert sinn, frá klukkan fjögur að morgni til klukkan níu. Mikið er um að vera í áætlunarflugi á þessum tíma dags. Þannig eru um 80 brottfarir og lendingar á Keflavíkurflugvelli innan þessa tímaramma umrædda þrjá daga.Búast má við mikilli röskun á áætlunarflugi til og frá landinu ef flugvallarstarfsmenn Isavia leggja niður vinnu. Fréttablaðið/ValliFylgjast þarf með tilkynningum „Isavia vinnur að viðbragðsáætlun ásamt flugrekstraraðilum sem miðar að því að takmarka sem mest röskun á flugi og óþægindi sem af þeim kunna að hljótast,“ segir í yfirlýsingu Isavia þar sem flugfarþegum er bent á að fylgjast með tilkynningum á vefsvæðum Isavia, Keflavíkurflugvallar og flugfélaganna um breytingar sem kunna að verða á flugáætlun þegar nær dragi boðuðum aðgerðum. Erfitt er að meta möguleikana á að samkomulag náist fyrir 8. apríl. Samkvæmt Isavia eru kröfur stéttarfélaga talsvert hærri en samið hefur verið um á almennum vinnumarkaði auk þess sem þau vilji gera samninga til skamms tíma.Segja félögin hafa hafnað hugmyndum „Þá hefur hugmyndum til að koma til móts við kröfur félaganna verið hafnað án efnislegrar umræðu. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hefur meðal annars sagt að ekkert í launaþróun þessa hóps réttlæti annað en að fylgja þeirri meginlínu sem aðilar á almennu vinnumarkaði hafa þegar samið um,“ segir Isavia. Þótt vinnustöðvununum eigi að ljúka klukkan níu umrædda morgna verður ekki hægt að hefja flugið strax þá því þar sem flugöryggisverðir eru ekki við vinnu er engum, hvorki öðru starfsfólki né farþegum, hleypt inn í flugstöðinni í Keflavík á meðan stöðvunin stendur. Það mun því líða nokkur tími þar til fyrstu vélar geta tekið í loftið eða lent.Innanlandsflug hefst klukkan níu Flugfélag Íslands og Flugfélagið Ernir sem stunda áætlunarflug innanlands myndu einnig verða fyrir truflunum af vinnustöðvunum. Ingi Þór Guðmundsson. markaðsstjóri Flugfélags Íslands, segir að verið sé að skoða hvað sé hægt að gera svo farþegar verði fyrir sem minnstri röskun. „Það er líklegt að Flugfélag Íslands hefji flug klukkan níu á alla áfangastaði,“ segir Ingi sem kveður félagið munu láta vita ef einhverjar breytingar verði. Næsti fundur samningafndur deiluaðilanna verður á föstudag.Áætlun Flugfélags Íslands á vinnustöðvunartímanum:NY112 Reykjavík 07:15 Akureyri 08:00NY113 Akureyri 08:25 Reykjavík 09:10 NY326 Reykjavík 07:30 Egilsstaðir 08:30NY327 Egilsstaðir 08:55 Reykjavík 09:55 NY016 Reykjavík 08:00 Ísafjörður 08:40NY017 Ísafjörður 09:05 Reykjavík 09:45 NY118 Reykjavík 08:30 Akureyri 09:15NY113 Akureyri 09:40 Reykjavík 10:25
Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði