Bandarískur skiptinemi leikur á íslensku Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 2. apríl 2014 09:00 Christian segist ekki kvíða frumsýningunni heldur sé hann meira spenntur. Vísir/Daníel „Ég leik húsvörðinn og kem fyrir í tveimur senum. Ég fíla hlutverkið. Ég fæ að hafa áhrif á hina karakterana. Ég fékk tíma til að þróa persónuna mína og gæða hana miklum persónuleika því ég hef svo stuttan tíma á sviðinu,“ segir Bandaríkjamaðurinn Christian Kevinson. Hann er skiptinemi í Borgarholtsskóla og tekur þátt í uppfærslu skólans á leikritinu The Breakfast Club í leikstjórn Ísgerðar Gunnarsdóttur. Leikritið verður frumsýnt í skólanum á fimmtudaginn og leikur Christian á íslensku þótt hann tali málið ekki reiprennandi. „Íslenska er áskorun. Skilningur minn er orðinn mjög mikill en ég get ekki tjáð mig mikið. Að leika á íslensku var að sumu leyti auðvelt fyrir mig því ég gat unnið mikið að tjáningu minni og að byggja upp karakterinn en ekki fest mig of mikið í tungumálinu. En þetta var tvímælalaust áhugavert ferli.“ Leikritið er byggt á samnefndri kvikmynd sem frumsýnd var árið 1985 og er ein af stóru, klassísku myndunum frá níunda áratug síðustu aldar.Christian ásamt samleikurum sínum.„Það var ekki séns að ég ætlaði að missa af því að leika í leikritinu. Þetta er frábært tækifæri. Ég hef ekki leikið mikið áður og ég met þá reynslu að geta gert eitthvað sem er utan við þægindahringinn. Ég hef séð kvikmyndina og er mikill aðdáandi hennar. Hún er fyndin og hún kennir manni líka margar góðar lexíur,“ segir Christian. Christian er sautján ára og býr í Wisconsin í Bandaríkjunum. Hann er búinn að vera á Íslandi í sjö mánuði og flýgur aftur heim í lok júní. Hann hefur notið dvalarinnar á landinu. „Mér finnst ég vera mjög velkominn í skólanum. Ég elska Ísland en, ég ætla ekki að ljúga – þetta hefur stundum verið erfitt. Auðvitað bý ég hjá yndislegri fjölskyldu en maður þarf að treysta á sig sjálfan á erfiðu stundunum. Það er erfitt að vera á framandi stað með ókunnugu fólki sem talar mál sem maður skilur ekki til fulls. Mér finnst ég hafa öðlast betri skilning á sjálfum mér.“ Christian segir framtíðina óráðna en hann dreymir um að fara aftur í nám erlendis. „Ég ætla að taka tvö ár í háskóla í heimabæ mínum og safna pening. Síðan vonandi eftir tvö ár get ég flutt til útlanda og lært meira. Mig langar mikið að ferðast. Ég stefni á að læra ljósmyndablaðamennsku, ræðumennsku eða að vera nuddari. Eða allt þrennt.“ Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Fleiri fréttir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Sjá meira
„Ég leik húsvörðinn og kem fyrir í tveimur senum. Ég fíla hlutverkið. Ég fæ að hafa áhrif á hina karakterana. Ég fékk tíma til að þróa persónuna mína og gæða hana miklum persónuleika því ég hef svo stuttan tíma á sviðinu,“ segir Bandaríkjamaðurinn Christian Kevinson. Hann er skiptinemi í Borgarholtsskóla og tekur þátt í uppfærslu skólans á leikritinu The Breakfast Club í leikstjórn Ísgerðar Gunnarsdóttur. Leikritið verður frumsýnt í skólanum á fimmtudaginn og leikur Christian á íslensku þótt hann tali málið ekki reiprennandi. „Íslenska er áskorun. Skilningur minn er orðinn mjög mikill en ég get ekki tjáð mig mikið. Að leika á íslensku var að sumu leyti auðvelt fyrir mig því ég gat unnið mikið að tjáningu minni og að byggja upp karakterinn en ekki fest mig of mikið í tungumálinu. En þetta var tvímælalaust áhugavert ferli.“ Leikritið er byggt á samnefndri kvikmynd sem frumsýnd var árið 1985 og er ein af stóru, klassísku myndunum frá níunda áratug síðustu aldar.Christian ásamt samleikurum sínum.„Það var ekki séns að ég ætlaði að missa af því að leika í leikritinu. Þetta er frábært tækifæri. Ég hef ekki leikið mikið áður og ég met þá reynslu að geta gert eitthvað sem er utan við þægindahringinn. Ég hef séð kvikmyndina og er mikill aðdáandi hennar. Hún er fyndin og hún kennir manni líka margar góðar lexíur,“ segir Christian. Christian er sautján ára og býr í Wisconsin í Bandaríkjunum. Hann er búinn að vera á Íslandi í sjö mánuði og flýgur aftur heim í lok júní. Hann hefur notið dvalarinnar á landinu. „Mér finnst ég vera mjög velkominn í skólanum. Ég elska Ísland en, ég ætla ekki að ljúga – þetta hefur stundum verið erfitt. Auðvitað bý ég hjá yndislegri fjölskyldu en maður þarf að treysta á sig sjálfan á erfiðu stundunum. Það er erfitt að vera á framandi stað með ókunnugu fólki sem talar mál sem maður skilur ekki til fulls. Mér finnst ég hafa öðlast betri skilning á sjálfum mér.“ Christian segir framtíðina óráðna en hann dreymir um að fara aftur í nám erlendis. „Ég ætla að taka tvö ár í háskóla í heimabæ mínum og safna pening. Síðan vonandi eftir tvö ár get ég flutt til útlanda og lært meira. Mig langar mikið að ferðast. Ég stefni á að læra ljósmyndablaðamennsku, ræðumennsku eða að vera nuddari. Eða allt þrennt.“
Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Fleiri fréttir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein