Faldi demanturinn í vestri 1. apríl 2014 14:00 Það er einstök upplifun að róa um á kajak og skoða risastóra ísjaka. MYND/GETTY Þrátt fyrir að einungis taki um tvær klukkustundir að fljúga til austurstrandar Grænlands hafa flestir Íslendingar lítið ferðast þangað undanfarin ár. Grænland er engu að síður stórmerkilegt land og eiginlega heill heimur út af fyrir sig. Ferðamenn sem þangað sækja stunda meðal annars kajakferðir, gönguferðir, fara í hundasleðaferðir, ísjakaskoðunarferðir og hvalaskoðun auk þess að stunda ýmiss konar veiði. Einn þeirra Íslendinga sem hafa ferðast mikið um Grænland er Valdimar Halldórsson en hann hefur verið með annan fótinn á austurströnd landsins undanfarin tvö ár. „Ég gekk yfir Grænlandsjökul á skíðum fyrir tveimur árum og hreifst mjög af landi og þjóð. Síðan þá hef ég ferðast töluvert á austurströndinni en einnig á vestur- og suðurhluta landsins.“ Valdimar hefur lítillega komið nálægt rekstri ferðaþjónustu ásamt félaga sínum Jóni Grétari Magnússyni. Sú starfsemi er í bænum Tasiilaq á austurströnd Grænlands. Að sögn Valdimars er sú starfsemi ekki síður rekin af áhuga en arðsemissjónarmiðum. „Þótt straumur ferðamanna til Grænlands hafi vaxið jafnt og þétt er það ekkert í líkingu við aukninguna til Íslands undanfarin ár. Stærsti þátturinn sem takmarkar frekari vöxt eru erfiðar samgöngur. Grænland hefur aðeins einn alþjóðlegan flugvöll sem er í Syðri-Straumfirði á vesturströndinni. Ef flytja þarf ferðamenn milli þorpa og bæja þarf því oft að nota þyrlur eða báta. Menn keyra að minnsta kosti ekki á milli staða í rútum. Til Grænlands kemur gjarnan ævintýrafólk sem er tilbúið að borga aðeins meira fyrir slíka heimsókn í stað þess að borga minna fyrir ferð á sólarströnd.“ Að sögn Valdimars heimsækja flestir ferðamenn vesturströnd Grænlands vegna flugvallarins í Syðri-Straumfirði. Mun færri búa á austurströndinni þar sem Valdimar þekkir betur til. „Íbúum þar gengur þó ágætlega að taka á móti ferðamönnum. Fólkið þar er öðruvísi þenkjandi enda eru þar fámenn veiðimannasamfélög. Þar eru menn ekki alltaf að horfa á klukkuna heldur snýst lífið um veiðiskap og að bjarga sér.“ Hugrakkir ferðalangar bragða að sjálfsögðu á veitingum heimamanna en þær samanstanda meðal annars af fiski og spiki og kjöti af sel og náhval. „Veitingastaðir á Grænlandi bjóða margir upp á hreindýr og sauðnaut en þau ganga villt. Sjófuglinn er auk þess sérlega vinsæll matur hjá veiðimönnunum á Austur-Grænlandi.“ Veðurfar er skaplegt á vorin og sumrin þótt það sé misjafnt eftir landshlutum. „Heitast er á suðurhluta eyjarinnar en kaldara eftir því sem norður dregur. Hitinn getur farið í 15-18 gráður auk þess sem það verður mjög bjart líka.“ Valdimar spáir áframhaldandi vexti í ferðaþjónustunni en sem fyrr segir ráðist sá vöxtur af samgöngum. „Væntanlega munu fleiri skemmtiferðaskip koma hingað en til að vaxa hraðar þarf fleiri og betri flugvelli. Framtíðin verður að skera úr um þá þróun.“ Mest lesið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira
Þrátt fyrir að einungis taki um tvær klukkustundir að fljúga til austurstrandar Grænlands hafa flestir Íslendingar lítið ferðast þangað undanfarin ár. Grænland er engu að síður stórmerkilegt land og eiginlega heill heimur út af fyrir sig. Ferðamenn sem þangað sækja stunda meðal annars kajakferðir, gönguferðir, fara í hundasleðaferðir, ísjakaskoðunarferðir og hvalaskoðun auk þess að stunda ýmiss konar veiði. Einn þeirra Íslendinga sem hafa ferðast mikið um Grænland er Valdimar Halldórsson en hann hefur verið með annan fótinn á austurströnd landsins undanfarin tvö ár. „Ég gekk yfir Grænlandsjökul á skíðum fyrir tveimur árum og hreifst mjög af landi og þjóð. Síðan þá hef ég ferðast töluvert á austurströndinni en einnig á vestur- og suðurhluta landsins.“ Valdimar hefur lítillega komið nálægt rekstri ferðaþjónustu ásamt félaga sínum Jóni Grétari Magnússyni. Sú starfsemi er í bænum Tasiilaq á austurströnd Grænlands. Að sögn Valdimars er sú starfsemi ekki síður rekin af áhuga en arðsemissjónarmiðum. „Þótt straumur ferðamanna til Grænlands hafi vaxið jafnt og þétt er það ekkert í líkingu við aukninguna til Íslands undanfarin ár. Stærsti þátturinn sem takmarkar frekari vöxt eru erfiðar samgöngur. Grænland hefur aðeins einn alþjóðlegan flugvöll sem er í Syðri-Straumfirði á vesturströndinni. Ef flytja þarf ferðamenn milli þorpa og bæja þarf því oft að nota þyrlur eða báta. Menn keyra að minnsta kosti ekki á milli staða í rútum. Til Grænlands kemur gjarnan ævintýrafólk sem er tilbúið að borga aðeins meira fyrir slíka heimsókn í stað þess að borga minna fyrir ferð á sólarströnd.“ Að sögn Valdimars heimsækja flestir ferðamenn vesturströnd Grænlands vegna flugvallarins í Syðri-Straumfirði. Mun færri búa á austurströndinni þar sem Valdimar þekkir betur til. „Íbúum þar gengur þó ágætlega að taka á móti ferðamönnum. Fólkið þar er öðruvísi þenkjandi enda eru þar fámenn veiðimannasamfélög. Þar eru menn ekki alltaf að horfa á klukkuna heldur snýst lífið um veiðiskap og að bjarga sér.“ Hugrakkir ferðalangar bragða að sjálfsögðu á veitingum heimamanna en þær samanstanda meðal annars af fiski og spiki og kjöti af sel og náhval. „Veitingastaðir á Grænlandi bjóða margir upp á hreindýr og sauðnaut en þau ganga villt. Sjófuglinn er auk þess sérlega vinsæll matur hjá veiðimönnunum á Austur-Grænlandi.“ Veðurfar er skaplegt á vorin og sumrin þótt það sé misjafnt eftir landshlutum. „Heitast er á suðurhluta eyjarinnar en kaldara eftir því sem norður dregur. Hitinn getur farið í 15-18 gráður auk þess sem það verður mjög bjart líka.“ Valdimar spáir áframhaldandi vexti í ferðaþjónustunni en sem fyrr segir ráðist sá vöxtur af samgöngum. „Væntanlega munu fleiri skemmtiferðaskip koma hingað en til að vaxa hraðar þarf fleiri og betri flugvelli. Framtíðin verður að skera úr um þá þróun.“
Mest lesið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira