Lífið

Beckham borðar á Búllunni

Gunnar Leó Pálsson skrifar
David Beckham og sonur hans, Romeo gæða sér á búlluborgara.
David Beckham og sonur hans, Romeo gæða sér á búlluborgara. Mynd/Róbert Aron Magnússon
Breski knattspyrnumaðurinn og sjarmörinn David Beckham gæddi sér á búlluborgara á Hamborgarabúllunni í London í gær. „Hann kvaddi okkur með því að segja „Great burger“ og virtist mjög sáttur með borgarann,“ segir Róbert Aron Magnússon, einn af eigendum Búllunnar í London.

Beckham var með son sinn Romeo með sér. „Þeir ætluðu að taka matinn með sér en ákváðu að tylla sér, enda mjög kósý hérna hjá okkur,“ bætir Róbert Aron við.

Útibú Hamborgarabúllunnar opnaði í London árið 2012 og segir Róbert þekkt andlit gjarnan gæða sér á Búlluborgurum. „Tónlistarmaðurinn Jamie Cullum og sjónvarpskonan Claudia Winkleman hafa til dæmis borðað hérna.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.