Vilja klára mynd um Regnbogamanninn Baldvin Þormóðsson skrifar 31. mars 2014 10:30 Regnbogamaðurinn er bjartsýnn og jákvæður maður. mynd/einkasafn „Við hittum hann á svo frábærum tíma,“ segir Marsibil Jóna Sæmundardóttir, en hún leikstýrir heimildarmynd um hinn víðfræga Regnbogamann. „Þetta var allt að byrja hjá honum á þessum tíma, hann var rétt að byrja að átta sig á því að lífið hans væri að fara að breytast,“ segir Marsibil sem hitti Paul Bear Vasquez árið 2010. Þá hafði Vasquez, betur þekktur sem Regnbogamaðurinn, nýlega sett inn myndband á síðuna Youtube þar sem hann stóð agndofa yfir svokölluðum tvöföldum regnboga. Myndbandið vakti töluverða athygli og fór eins og eldibrandur um netheima en til dagsins í dag hafa um það bil fjörutíu milljónir manna séð myndbandið. „Stórar þáttaraðir á borð við How I Met Your Mother og South Park hafa vitnað í myndbandið hans,“ segir Marsibil, en hún hitti hann þegar hann var fluttur inn til Íslands af menntaskólanemendum. „Þetta er rosalega fyndin saga,“ segir Marsibil. Það var formaður Nemendafélags Hraðbrautar sem hafði samband við Vasquez og vildi fá hann til Íslands. „Fyrst hélt hann að þetta væri djók,“ segir Marsibil. Vasquez var þá ekki búinn að átta sig á frægð sinni. „Svo var hann bara til í að koma og ég spurði hvort ég mætti taka upp ferðalagið og jafnvel vinna heimildarmynd úr upptökunum,“ segir Marsibil, en þetta var í fyrsta skipti sem Vasquez ferðaðist út fyrir Norður-Ameríku. „Upptökurnar heppnuðust svo vel af því að hann er svo skemmtilegur karakter,“ segir Marsibil, sem lýsir Vasquez sem bjartsýnum og jákvæðum manni. „Þess vegna finnst mér þetta efni sem við erum með í höndunum svo merkilegt,“ segir Marsibil, sem stendur í peningasöfnun á vefsíðunni Kickstarter til þess að geta klárað myndina og gefið hana út. „Við vildum bíða í nokkur ár með að klára myndina,“ segir Marsibil. „Leyfa honum að komast aftur heim til sín og taka því rólega áður en við hittum hann aftur og sjáum hvernig honum líður eftir ævintýrið,“ segir Marsibil, sem stefnir að því að hitta Vasquez í sumar og klára myndina fyrir árslok.Hægt er að leggja myndinni lið á heimasíðu Kickstarter.Myndbandið hans Bear er hægt að sjá hér að neðan. Mest lesið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Cosby Show-stjarna látin Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira
„Við hittum hann á svo frábærum tíma,“ segir Marsibil Jóna Sæmundardóttir, en hún leikstýrir heimildarmynd um hinn víðfræga Regnbogamann. „Þetta var allt að byrja hjá honum á þessum tíma, hann var rétt að byrja að átta sig á því að lífið hans væri að fara að breytast,“ segir Marsibil sem hitti Paul Bear Vasquez árið 2010. Þá hafði Vasquez, betur þekktur sem Regnbogamaðurinn, nýlega sett inn myndband á síðuna Youtube þar sem hann stóð agndofa yfir svokölluðum tvöföldum regnboga. Myndbandið vakti töluverða athygli og fór eins og eldibrandur um netheima en til dagsins í dag hafa um það bil fjörutíu milljónir manna séð myndbandið. „Stórar þáttaraðir á borð við How I Met Your Mother og South Park hafa vitnað í myndbandið hans,“ segir Marsibil, en hún hitti hann þegar hann var fluttur inn til Íslands af menntaskólanemendum. „Þetta er rosalega fyndin saga,“ segir Marsibil. Það var formaður Nemendafélags Hraðbrautar sem hafði samband við Vasquez og vildi fá hann til Íslands. „Fyrst hélt hann að þetta væri djók,“ segir Marsibil. Vasquez var þá ekki búinn að átta sig á frægð sinni. „Svo var hann bara til í að koma og ég spurði hvort ég mætti taka upp ferðalagið og jafnvel vinna heimildarmynd úr upptökunum,“ segir Marsibil, en þetta var í fyrsta skipti sem Vasquez ferðaðist út fyrir Norður-Ameríku. „Upptökurnar heppnuðust svo vel af því að hann er svo skemmtilegur karakter,“ segir Marsibil, sem lýsir Vasquez sem bjartsýnum og jákvæðum manni. „Þess vegna finnst mér þetta efni sem við erum með í höndunum svo merkilegt,“ segir Marsibil, sem stendur í peningasöfnun á vefsíðunni Kickstarter til þess að geta klárað myndina og gefið hana út. „Við vildum bíða í nokkur ár með að klára myndina,“ segir Marsibil. „Leyfa honum að komast aftur heim til sín og taka því rólega áður en við hittum hann aftur og sjáum hvernig honum líður eftir ævintýrið,“ segir Marsibil, sem stefnir að því að hitta Vasquez í sumar og klára myndina fyrir árslok.Hægt er að leggja myndinni lið á heimasíðu Kickstarter.Myndbandið hans Bear er hægt að sjá hér að neðan.
Mest lesið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Cosby Show-stjarna látin Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira