Lífið

Föndraðu heimagerða vatnsliti

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Gaman er að fylgjast með litunum verða til.
Gaman er að fylgjast með litunum verða til. Mynd/allparenting.com
Krakkar hafa einstaklega gaman af því að fylgjast með því þegar vatnslitir eru búnir til frá grunni heima fyrir í nokkrum einföldum skrefum.

1. Hellið einum bolla af matarsóda í skál.

2. Hellið ¾ bolla af ediki mjög rólega saman við. Ekki blanda öllu saman við í einu því blandan byrjar að freyða og gæti farið út um allt.

3. Blandið þessu vel saman þegar edikið er hætt að freyða.

4. Bætið tveimur matskeiðum af sírópi saman við.

5. Blandið síðan einum bolla af maíssterkju saman við þangað til allt er orðið vel blandað saman.

6. Hellið blöndunni síðan í ísmolaform en passið að fylla hvert hólf ekki alveg.

7. Setjið örlítið af matarlit á hnífsodd og blandið vel saman við.

8. Geymið bakkann á góðum stað og leyfið litunum að þorna yfir nótt.

Lumar þú á einföldu og skemmtilegu verkefni sem hægt er að framkvæma sjálfur? Sendu það endilega á okkur á netfangið liljakatrin@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.