Innlent

Segja að hunsa eigi flugvallarnefnd

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Meirihlutinn í skipulagsráði segir nýtt deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar samkvæmt samkomulagi við ríkið og Icelandair.
Meirihlutinn í skipulagsráði segir nýtt deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar samkvæmt samkomulagi við ríkið og Icelandair. Fréttablaðið/Pjetur
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulagsráði Reykjavíkur greiddu atkvæði gegn tillögu um nýtt deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar.

Sögðu sjálfstæðismenn formann nefndar sem finna á framtíðarstaðsetningu innanlandsflugvallar hafa beðið um svigrúmi til að ljúka þeirri vinnu áður en „pólitísk afskipti“ væru höfð af flugvallarsvæðinu.

„Því er gagnrýnivert að formaður borgarráðs sem og aðrir fulltrúar meirihlutans í borgarstjórn virðast samt leynt og ljóst enn vinna að þeirri stefnu að byggð muni rísa í Vatnsmýri og með því ýjað að því að niðurstaða nefndarinnar verði virt að vettugi,“ bókuðu fulltrúas Sjálfstæðisflokks.

Fulltrúar meirihluta Besta flokksins og Samfylkingarinnar auk fulltrúa VG sögðu hins vegar nýja deiliskipulagið engin áhrif hafa á reksturs Reykjavíkurflugvallar. Skipulagið sé gert sem hluti af samkomulagi Reykjavíkurborgar, innanríkisráðuneytisins og Icelandair.

„Það er vandséð hvernig hægt er að túlka atkvæði gegn deiliskipulaginu sem stuðning við þá þverpólitísku sátt sem nú ríkir um framgöngu málsins,“ bókuðu fulltrúar flokkanna þriggja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×