Lífið

Prentar Andy Warhol "kvót” á munnþurrkur

Marín Manda skrifar
Ágústa Hjartar Hjartardóttir
Ágústa Hjartar Hjartardóttir Fréttablaðið/Stefán Karlsson
 Ágústa Hjartar Hjartardóttir notar gamla Letterpress-prentvél afa síns við að prenta skemmtilegar servíettur.

„Ég er að nota gamla blýprentvél sem kallast Letterpress. Björn Helgi afi minn var prentari í Kópavoginum og var með þessa vél í kjallaranum hjá sér. Ég fékk að prófa að prenta og fikta í vélinni sem krakki. Það má því segja að áhuginn hafi kviknað snemma hjá mér,“ segir Ágústa Hjartar Hjartardóttir sem nú prentar ýmiss konar munnþurrkur með fleygum setningum með gömlu vélinni.

Fræg „kvót“, eða setningar, höfð eftir bandaríska listamanninum Andy Warhol eru vinsæl um þessar mundir.

„Fyrir nokkrum árum tók tengdamamma mín við vél afa míns og ég aðstoða hana í hjáverkum við að prenta hefðbundnar munnþurrkur fyrir fermingar, brúðkaup og afmæli í Innrömmun Hafnarfjarðar. Mig langaði að gera eitthvað öðru vísi og fékk hugmyndina að Andy Warhol-munnþurrkunum af veggspjaldi sem hangir í stofunni minni.“

Munnþurrkurnar fást tuttugu í pakka með fjórum mismunandi gerðum og setningum en einnig er hægt að sérpanta í tölvupósti, agustahj@gmail.com

Andy Warhol popplistamaður





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.