Lífið

Fyndnir Íslendingar í Finnlandi

Hugleikur Dagsson og Ari Eldjárn vekja lukku í Finnlandi.
Hugleikur Dagsson og Ari Eldjárn vekja lukku í Finnlandi. Visir/Stefán
Tveir af skemmtilegri mönnum landsins, þeir Ari Eldjárn og Hugleikur Dagsson, luku fyrir skömmu við ferðalag um Finnland þar sem þeir skemmtu Finnum með uppistandi.

„Við tókum sjö gigg á túrnum, í fimm borgum á fimm dögum, undir nafninu Icelandic Comedy Invasion. Það var troðið á alla atburðina og gekk alltaf ógeðslega vel,“ segir Hugleikur um ferðalagið.

Hann segir það hafa verið lærdómsríkt að ferðast með Ara og taka efnið á ensku. „Þetta var mikil keyrsla og maður var nett lúinn eftir þetta,“ bætir Hugleikur við. Þetta var í annað skiptið sem að Hugleikur fer utan að skemmta.

„Ég fór líka með Ara í fyrra til Finnlands. Finnar eru með svipaðan húmor og Íslendingar og jafnvel myrkari. Ég hef gaman af Finnunum,“ segir Hugleikur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.