Eldgígurinn eyðilagði iPodinn Gunnar Leó Pálsson skrifar 25. mars 2014 07:45 Hera Lind Birgisdóttir og Guðmundur Ingi Þorvaldsson leika aðalhlutverkin í stuttmyndinni Rofi sem tekin er upp í Þríhnúkagíg. mynd/einkasafn „Það var skrítið og skemmtilegt að leika í þessari mynd en ég var ekkert hrædd að fara þarna niður,“ segir hin tólf ára gamla Hera Lind Birgisdóttir sem leikur annað aðalhlutverkanna, ásamt Guðmundi Inga Þorvaldssyni, í nýrri íslenskri stuttmynd sem ber nafnið Rof. Myndin er tekin upp ofan í Þríhnúkagíg eða um 170 metra undir yfirborði jarðar. Gíghellirinn þar nefnist Þríhnúkahellir og er hann talinn eitt stærsta og merkasta náttúrufyrirbæri sinnar tegundar á jörðinni. „Það eina sem var svekkjandi var að iPodinn minn virkaði ekki í gígnum. Ég veit þó samt ekki hvort eldfjallið er orsakavaldur, það gæti hafa verið kuldinn þarna niðri sem hafði þessi áhrif. Hann hefur allavega ekki virkað síðan,“ segir Hera Lind. Talsverðan kulda og raka er að finna þegar komið svo langt undir yfirborð jarðar.Í tökum á stuttmyndinni Rof.Mynd/EinkasafnÞetta var þó ekki frumraun Heru Lindar því hún hefur leikið í nokkrum stuttmyndum og þáttum. „Ég hef leikið í nokkrum stuttmyndum sem mamma hefur verið að gera,“ segir Hera Lind. Hera Lind er alvön hellum því hún bjó ásamt móður sinni, Maríu Kjartansdóttur, í skógi og hellum á Spáni. „Við bjuggum þarna í tengslum við verkefni sem ég var að vinna þarna í fjallahéruðum Andaluciu og í skóginum Beneficio sem er skammt frá fjallaþorpinu Orgiva,“ segir listakonan María Kjartansdóttir, móðir Heru Lindar. Listahópurinn Vinnslan vann myndina Rof og framleiddi en María og Vala Ómarsdóttir leikstýra myndinni. Birgir Hilmarsson sér um tónlistina í myndinni.Mikil fegurðMynd/EinkasafnMyndin tekur okkur á ferðalag og sýnir hve lengra og lengra við færumst frá rótum okkar. Rof er byggð upp sem ljóðrænt samspil myndar og hljóðverks, en myndin er fyrsta listræna kvikmyndin í heiminum sem tekin hefur verið svo djúpt ofan í lóðréttum eldgíg. Myndin verður forsýnd næstkomandi laugardag í Tjarnabíói og er hluti af dagskrá opnunarhátíðar Tjarnarbíós. Þess má til gamans geta að Vinnslan sér um listræna stjórnun í Tjarnarbíói á opnunarhátíðinni.Hér er hægt að kynna sér myndina frekar og hér er hægt að kynna sér listahópinn Vinnsluna frekar. Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Sjá meira
„Það var skrítið og skemmtilegt að leika í þessari mynd en ég var ekkert hrædd að fara þarna niður,“ segir hin tólf ára gamla Hera Lind Birgisdóttir sem leikur annað aðalhlutverkanna, ásamt Guðmundi Inga Þorvaldssyni, í nýrri íslenskri stuttmynd sem ber nafnið Rof. Myndin er tekin upp ofan í Þríhnúkagíg eða um 170 metra undir yfirborði jarðar. Gíghellirinn þar nefnist Þríhnúkahellir og er hann talinn eitt stærsta og merkasta náttúrufyrirbæri sinnar tegundar á jörðinni. „Það eina sem var svekkjandi var að iPodinn minn virkaði ekki í gígnum. Ég veit þó samt ekki hvort eldfjallið er orsakavaldur, það gæti hafa verið kuldinn þarna niðri sem hafði þessi áhrif. Hann hefur allavega ekki virkað síðan,“ segir Hera Lind. Talsverðan kulda og raka er að finna þegar komið svo langt undir yfirborð jarðar.Í tökum á stuttmyndinni Rof.Mynd/EinkasafnÞetta var þó ekki frumraun Heru Lindar því hún hefur leikið í nokkrum stuttmyndum og þáttum. „Ég hef leikið í nokkrum stuttmyndum sem mamma hefur verið að gera,“ segir Hera Lind. Hera Lind er alvön hellum því hún bjó ásamt móður sinni, Maríu Kjartansdóttur, í skógi og hellum á Spáni. „Við bjuggum þarna í tengslum við verkefni sem ég var að vinna þarna í fjallahéruðum Andaluciu og í skóginum Beneficio sem er skammt frá fjallaþorpinu Orgiva,“ segir listakonan María Kjartansdóttir, móðir Heru Lindar. Listahópurinn Vinnslan vann myndina Rof og framleiddi en María og Vala Ómarsdóttir leikstýra myndinni. Birgir Hilmarsson sér um tónlistina í myndinni.Mikil fegurðMynd/EinkasafnMyndin tekur okkur á ferðalag og sýnir hve lengra og lengra við færumst frá rótum okkar. Rof er byggð upp sem ljóðrænt samspil myndar og hljóðverks, en myndin er fyrsta listræna kvikmyndin í heiminum sem tekin hefur verið svo djúpt ofan í lóðréttum eldgíg. Myndin verður forsýnd næstkomandi laugardag í Tjarnabíói og er hluti af dagskrá opnunarhátíðar Tjarnarbíós. Þess má til gamans geta að Vinnslan sér um listræna stjórnun í Tjarnarbíói á opnunarhátíðinni.Hér er hægt að kynna sér myndina frekar og hér er hægt að kynna sér listahópinn Vinnsluna frekar.
Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein