Lífið

Íslenskir teiknarar verðlaunaðir

Baldvin Þormóðsson skrifar
Högni Valur er formaður elsta hönnunarfélags á Íslandi.
Högni Valur er formaður elsta hönnunarfélags á Íslandi. vísir/stefán
„Við erum að verðlauna allt frá auglýsingaherferðum, plötuumslögum, bókakápum, vefsíðum og allt þar á milli,“ segir Högni Valur Högnason, formaður Félags íslenska teiknara, um hina árlegu FÍT-verðlaunaafhendingu sem fer fram næstkomandi miðvikudag

„Félag íslenskra teiknara er elsta hönnunarfélagið á Íslandi, en þessi athöfn verðlaunar bestu grafísku hönnunina á liðnu ári,“ segir Högni um verðlaunin sem eru afhent í 17 mismunandi flokkum. Einn af þeirra er svonefndur Nemendaflokkur.

„Nemendaflokkurinn er fyrir fólk sem er nemendur í grafískri hönnun. Nemendur í Myndlistaskólanum á Akureyri, Listaháskólanum og síðan eru líka nemendur að læra erlendis sem senda inn,“ segir Högni en eina skilyrðið er að vera Íslendingur í hönnunarnámi.

„Aðalmarkmið okkar er að efla starfsstéttina, kynna hana út á við og auka samstöðu félagsmanna,“ segir Högni en eftir verðlaunaafhendinguna, sem fer fram í Þjóðmenningarhúsinu klukkan 17.00 miðvikudaginn 26. mars, verður sýning á þeim verkum sem hljóta verðlaun og viðurkenningu ásamt opnun á sýningunni Fegursta orðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.