Innlent

67 milljónir í ýmis verkefni

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Geðverndarfélag Íslands fékk styrk frá ráðuneytinu.
Geðverndarfélag Íslands fékk styrk frá ráðuneytinu. Vísir/Daníel
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur samþykkt styrkveitingar til 31 verkefnis á vegum íslenskra félagasamtaka sem starfa á sviði heilbrigðismála, þar af fimm styrki til verkefna sem njóta styrks til tveggja ára samkvæmt samningum sem gerðir voru í fyrra.

Ekki eru veittir styrkir til verkefna sem hljóta framlög á fjárlögum, falla undir sjóði ráðuneytis eða fá fjármuni á grundvelli samninga við ráðuneytið.

Meðal þeirra sem hlutu hæstu styrkina eru Endurhæfingarmiðstöð Geðverndarfélags Íslands til áfangaheimilis fyrir geðfatlaða, Gigtarfélag Íslands, Heyrnarhjálp, Krabbameinsfélag Íslands og SÍBS.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×