Lífið

Reyna að finna fallegustu mottuna

Baldvin Þormóðsson skrifar
Aron Bergmann, fyrrum sigurvegari Mottukeppninnar, stendur fyrir henni í ár.
Aron Bergmann, fyrrum sigurvegari Mottukeppninnar, stendur fyrir henni í ár.
„Þetta er bara mitt framlag til Mottumars,“ segir Aron Bergmann um hina árlegu Tom Selleck-mottukeppni sem haldin verður á fimmtudag kemur á Boston.

Aron er sjálfur fyrrverandi sigurvegari keppninnar sem hefur verið starfrækt með pásum síðan um aldamótin 2000.

„Ef maður hefur unnið keppnina áður þá er manni bannað að taka þátt aftur, þetta kallast einfaldlega að hætta á toppnum,“ segir Aron sem tók að sér skipulagningu keppninnar fyrir þremur árum og hefur skipulagt hana síðan þá.

Keppnin er liður í Mottumars- átakinu og rennur hluti af ágóða bjórssölu kvöldsins til Krabbameinsfélagsins.

„Þeir sem hafa áhuga að reyna fyrir sér að skarta fallegustu mottu landsins eru hvattir til þess að skella sér á Boston og fylla út skráningarblað, “ segir Aron en keppnin sjálf fer fram á skemmtistaðnum Boston næstkomandi fimmtudag 27. mars.

„Menn verða samt að drífa sig, það eru aðeins 30 pláss laus,“ segir Aron.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.