Lífið

Í mál við vin Charlie Sheen

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
John er ekki skemmt.
John er ekki skemmt.
Tónlistarmaðurinn John Mayer ætlar í mál við Robert Maron, góðvin leikarans Charlie Sheen, fyrir að selja sér eftirlíkingar af Rolex-úrum.

John safnar Rolex-úrum og keypt mörg þeirra af Robert fyrir nokkrum árum. Nú segir John hins vegar að að minnsta kosti sjö af úrunum séu eftirlíkingar.

Lögfræðingar Roberts segja að tónlistarmaðurinn hafi vitað fullvel hvað hann væri að kaupa og því vitað að um eftirlíkingar væri að ræða. Charlie hefur einnig tjáð sig um málið og segist hafa keypt fullt af ekta úrum af vini sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.