Lífið

Breyttu ramma í lyklahengi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Ramminn nýtur sín vel í ganginum til dæmis.
Ramminn nýtur sín vel í ganginum til dæmis.
Leikur einn er að breyta einföldum ramma í lyklahengi en nánari upplýsingar og myndir um verkefnið er hægt að finna hér.

1. Finnið ramma sem ykkur finnst fallegur. Hægt er að halda í upprunalega litinn eða spreyja hann í einhverum skemmtilegum lit.

2. Takið glerið og bakhlið rammans af.

3. Merkið með blýanti hvar þið viljið hengja króka fyrir lykla í efri brún rammans.

4. Borið viðeigandi stór göt þar sem merkingarnar eru og skrúfið krókana í.

5. Hengið rammann upp og njótið!

Lumar þú á einföldu og skemmtilegu verkefni sem hægt er að framkvæma sjálfur? Sendu það endilega á okkur á netfangið liljakatrin@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.