Lífið

Litríkt og rokkaralegt hár

Marín Manda skrifar
Útskriftarsýning hársnyrtiskólans
Útskriftarsýning hársnyrtiskólans
Útskriftarsýning Hársnyrtiskólans fór fram um síðustu helgi við mikinn fögnuð en sýningin var haldin í Laugardalslauginni. Tólf manns útskrifuðust eftir fimm annir í hárgreiðslunni og greiddu sjötíu fyrirsætum á skemmtilegan máta.

Hver nemandi kynnti eigið þema en einkennandi var „rock-a-billy“ útlitið og var litadýrðin áberandi. Dag- og kvöldskóli Reykjavík Makeup School sá um förðun fyrirsætanna.

„Hárið var að sjálfsögðu aðalatriðið í sýningunni en við unnum vel saman og sumar fyrirsæturnar fengu litaðar augabrúnir í stíl við háralitinn. Við sáum til þess að fyrirsæturnar væru með fullkomna húð og mikið var um „smokey look“,“ segir Sara Dögg Johansen, annar eigandi Reykjavík Makeup School.

„Það voru 17 stelpur sem förðuðu frá hádegi og fram á kvöld. Þær útskrifast í næstu viku hjá okkur þannig að þetta var eiginlega útskriftarverkefni hjá þeim líka.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.