Lífið

Spennandi fréttamiðill fyrir áhugafólk um Ísland

Baldvin Þormóðsson skrifar
Jón Kaldal og Sara McMahon matreiða fréttir um land og þjóð á ensku í Iceland Mag sem kemur út í dag.
Jón Kaldal og Sara McMahon matreiða fréttir um land og þjóð á ensku í Iceland Mag sem kemur út í dag. vísir/valli
„Miðillinn er fyrst og fremst hugsaður sem vefur en það verður einnig mánaðarlegt fríblað á ensku,‘‘ segir Sara McMahon, en hún er blaðamaður hjá blaðinu Iceland Mag sem kemur út í fyrsta sinn í dag.

Um er að ræða bæði blað sem kemur út mánaðarlega á ensku og vefsíðuna Icelandmag.com. Sara segir þetta vera frétta-og dægurmiðil sem inniheldur bæði ítarleg viðtöl við áhugavert fólk sem og fréttir um land og þjóð. Einnig verður lögð mikil áhersla á skemmtilegt sjónvarpsefni inn á vefnum.

Vefurinn fer í loftið í byrjun næstu viku en hann verður með svonefndu skalanlegu sniði. Þá aðlagast vefurinn öllum snjalltækjum.

Áherslur miðilsins virðast vera fyrst og fremst á erlenda ferðamenn og erlent áhugafólk um landið. „Efnið ætti þó líka að höfða til Íslendinga og við ætlum auðvitað að reyna að vera fyrst með fréttirnar, rétt eins og aðrir miðlar.“

Ritstjóri Iceland Mag er Jón Kaldal en hann er fyrrverandi ritstjóri Iceland Review, Fréttablaðsins og einn stofnenda Fréttatímans. Blaðið verður hægt að nálgast á helstu hótelum, gistiheimilum, kaffihúsum og veitingastöðum um land allt frá og með deginum í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.