Spila fótbolta inní plastkúlu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. mars 2014 10:30 Kristján er sérfræðingur á fjármálasviði Landsvirkjunar. Mynd/úr einkasafni „Félagi minn sýndi mér myndband af þessu. Okkur fannst þetta svo sniðugt að við fórum á fullt að skoða hvernig þessir boltar væru og út á hvað þetta gengi. Við skoðuðum líka hverjar öryggiskröfurnar væru, hvar væri best að kaupa boltana og annað í þeim dúr. Við pöntuðum prufubolta til landsins til að athuga hvort þetta væri í lagi og öruggt. Okkur fannst þetta svo fáránlega skemmtilegt að við ákváðum að kýla á þetta,“ segir Kristján Valgeir Þórarinsson. Hann stofnaði fyrirtæki fyrir stuttu með félaga sínum Eyjólfi Berg Axelssyni í kringum skemmtun sem heitir bubblebolti. Í bubblebolta klæðast leikmenn plastkúlu og spila fótbolta. „Leikmenn eru bundnir inn í boltana í öryggisbelti og því óhætt að gera allan fjandann í þessu. Auk þess að spila fótbolta er hægt að fara í alls kyns leiki í boltunum,“ segir Kristján og ítrekar að fyllsta öryggis sé gætt þegar íþróttin er spiluð. Á ensku kallast þetta grínsport Zorb Football en ekki eru stífar reglur í íþróttinni eins og í hefðbundnum fótbolta.Eyjólfur er sérfræðingur hjá Íslandsbanka.„Það eru engar reglur um tæklingar eða slíkt enda er ekki hægt að tækla hinn andstæðinginn klæddur í þessar kúlur. Ég myndi segja að þetta væri fótbolti með „súmóglímueðli“. Ég held að þetta sport komi upprunalega frá Bretlandi þar sem upphafsmaður íþróttarinnar var búinn að ganga með þessa hugmynd í maganum í langan tíma. Á síðustu tveimur til þremur árum hefur þetta breiðst út til flestra landa. Þetta er mjög skemmtilegt í steggjanir og hópeflisleiki til dæmis,“ bætir Kristján við. Hann viðurkennir að það sé erfitt að halda andlitinu þegar íþróttin er spiluð. „Það er mjög erfitt að hlæja ekki enda er þetta skemmtileg íþrótt,“ segir Kristján. Hann og Eyjólfur hófu starfsemi á sunnudag þegar þeir buðu vinum sínum í prufubolta. „Þá fór þetta á fullt. Þetta breiddist út hraðar en við bjuggumst við og við erum byrjaðir að taka niður bókanir. Markhópurinn er fyrst og fremst þeir sem vilja skemmta sér. Þetta er meira gaman en keppni.“Vinir Kristjáns og Eyjólfs prófuðu íþróttina á sunnudag. Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning Fleiri fréttir Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Sjá meira
„Félagi minn sýndi mér myndband af þessu. Okkur fannst þetta svo sniðugt að við fórum á fullt að skoða hvernig þessir boltar væru og út á hvað þetta gengi. Við skoðuðum líka hverjar öryggiskröfurnar væru, hvar væri best að kaupa boltana og annað í þeim dúr. Við pöntuðum prufubolta til landsins til að athuga hvort þetta væri í lagi og öruggt. Okkur fannst þetta svo fáránlega skemmtilegt að við ákváðum að kýla á þetta,“ segir Kristján Valgeir Þórarinsson. Hann stofnaði fyrirtæki fyrir stuttu með félaga sínum Eyjólfi Berg Axelssyni í kringum skemmtun sem heitir bubblebolti. Í bubblebolta klæðast leikmenn plastkúlu og spila fótbolta. „Leikmenn eru bundnir inn í boltana í öryggisbelti og því óhætt að gera allan fjandann í þessu. Auk þess að spila fótbolta er hægt að fara í alls kyns leiki í boltunum,“ segir Kristján og ítrekar að fyllsta öryggis sé gætt þegar íþróttin er spiluð. Á ensku kallast þetta grínsport Zorb Football en ekki eru stífar reglur í íþróttinni eins og í hefðbundnum fótbolta.Eyjólfur er sérfræðingur hjá Íslandsbanka.„Það eru engar reglur um tæklingar eða slíkt enda er ekki hægt að tækla hinn andstæðinginn klæddur í þessar kúlur. Ég myndi segja að þetta væri fótbolti með „súmóglímueðli“. Ég held að þetta sport komi upprunalega frá Bretlandi þar sem upphafsmaður íþróttarinnar var búinn að ganga með þessa hugmynd í maganum í langan tíma. Á síðustu tveimur til þremur árum hefur þetta breiðst út til flestra landa. Þetta er mjög skemmtilegt í steggjanir og hópeflisleiki til dæmis,“ bætir Kristján við. Hann viðurkennir að það sé erfitt að halda andlitinu þegar íþróttin er spiluð. „Það er mjög erfitt að hlæja ekki enda er þetta skemmtileg íþrótt,“ segir Kristján. Hann og Eyjólfur hófu starfsemi á sunnudag þegar þeir buðu vinum sínum í prufubolta. „Þá fór þetta á fullt. Þetta breiddist út hraðar en við bjuggumst við og við erum byrjaðir að taka niður bókanir. Markhópurinn er fyrst og fremst þeir sem vilja skemmta sér. Þetta er meira gaman en keppni.“Vinir Kristjáns og Eyjólfs prófuðu íþróttina á sunnudag.
Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning Fleiri fréttir Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Sjá meira