Lífið

Leikur einn að forðast fólk með nýju appi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Cloak hjálpar þér að fela þig eins og nafnið gefur til kynna.
Cloak hjálpar þér að fela þig eins og nafnið gefur til kynna.
Sumir þola ekki að rekast á fólk sem þeim er illa við og stundum er maður hreinlega ekki í skapi til að hitta vissar manneskjur.

Smáforritið Cloak leysir þennan vanda á augabragði. Smáforritið finnur alla vini þína sem tengdir eru Instagram og Foursquare og lætur þig vita hvar þeir eru staddir.

Notendur geta einnig stillt það þannig að þeir fái tilkynningar þegar vissar manneskjur eru í nálægum götum í tæka tíð til að geta forðað sér.

Cloak í hnotskurn:

- Frítt

- Notendur gefa forritinu 4 stjörnur

- Stærð: 8,2 MB

- Fáanlegt í App Store

- Hægt að nota á iPhone, iPad og iPod touch. Forritið nýtur sín best á iPhone 5

- Heimasíða: usecloak.com






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.