Lífið

Þetta er gloss ársins

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Þetta ku vera besta gloss þessa árs.
Þetta ku vera besta gloss þessa árs.
Tímaritið Teen Vogue birti fyrir stuttu lista yfir bestu förðunarvörur ársins 2014 og veitti þeim svokölluð Beauty Awards, eða fegurðarverðlaun.

Besta glossið að mati tímaritsins er Rouge Pur Couture Vernis à Lèvres Glossy Stain frá tískurisanum Yves Saint Laurent. 

Meðal annarra förðunarvara sem hljóta verðlaun hjá Teen Vogue er eldrauður varalitur frá Mac og ljósbleikur varalitur frá Estée Lauder. Þá ná maskarar frá merkjunum Rimmel, COVERGIRL og Dior einnig á listann sem og hyljari frá Bobbi Brown og sólarpúður frá CHANEL.

Alls eru um fimmtíu vörur á listanum og geta þeir sem eiga sand af seðlum til að eyða í förðunarvörur séð hann í heild sinni á vefsíðu tímaritsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.