Lífið

Ég er ekki trúlofuð

Lorde fannst tölvupóstur frá E! ekki fyndinn.
Lorde fannst tölvupóstur frá E! ekki fyndinn. Vísir/Getty
Söngkonan Lorde vandar forsvarsmönnum fréttaveitunnar og sjónvarpstöðvarinnar E! ekki kveðjurnar á Twitter-síðu sinni.

E! hafði samband við kærasta hennar, James Lowe, til að spyrja hvort þau Lorde væru trúlofuð. Ástæða vangaveltnanna var að Lorde hafði verið mynduð með demantshring á baugfingri.

„Maður er orðinn frægur þegar viðrini frá E! halda að það þýði að maður ætli að gifta sig þegar maður gengur um með hringa,“ skrifar söngkonan og birtir mynd af tölvupósti sem James barst.

Bætir Lorde við að hún ætli að byrja að ganga um með nammihringa framvegis uppá grín.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.