Lífið

Oprah selur stúdíóið

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Oprah ætlar að selja Harpo-myndverið.
Oprah ætlar að selja Harpo-myndverið. Vísir/Getty
Spjallþáttadrottningin Oprah Winfrey ætlar að selja Harpo-myndverið í Chicago en þættirnir The Oprah Winfrey Show voru teknir þar upp á árunum 1990 til 2011. Myndverið verður á sama stað í að minnsta kosti tvö ár í viðbót.

Oprah á nú sína eigin kapalsjónvarpsstöð, OWN, og mun myndverið enn framleiða þætti stöðvarinnar.

Um tvö hundruð manns vinna hjá Harpo-myndverinu og setur Oprah á það 32 milljónir dollara, tæplega fimm milljarða króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.