Lífið

Trúlofunarpartí í Los Angeles

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
23 ára aldursmunur er á Johnny og Amber.
23 ára aldursmunur er á Johnny og Amber. Vísir/Getty
Leikarinn Johnny Depp, 50 ára, og unnusta hans, leikkonan Amber Heard, 27 ára, héldu trúlofunarpartí í Los Angeles á föstudag.

Þau héldu teitið á staðnum Carondelet House og voru Marilyn Manson, Steven Tyler, Jerry Bruckheimer og Mandy Moore á meðal gesta.

Teitið var frekar afslappað og var boðið upp á léttar veitingar undir tónum gamalla rokkslagara á borð við Wild Thing og Jailhouse Rock.

Johnny bað Amber í janúar eftir tveggja ára samband. Þau byrjuðu saman stuttu eftir að Johnny hætti með frönsku leik- og söngkonunni Vanessu Paradis. Þau voru saman í fjórtán ár og eiga dótturina Lily-Rose, fjórtán ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.