Víkingar, rokk og saltfiskur 15. mars 2014 09:30 Rokkheimur Rúnars Júlíussonar rekur poppsöguna í myndum og tónum. Mynd/Rokkheimur Rúnars Júlíussonar Safnahelgi á Suðurnesjum verður haldin sjötta árið í röð um helgina. Ótrúlegur fjöldi áhugaverðra og skemmtilegra safna er að finna á þessum slóðum og eru mörg þeirra einstök í sinni röð. Nú gefst landsmönnum kostur á að skoða þau öll um helgina en ókeypis verður inn á öll söfn og viðburði Safnahelgarinnar. Valgerður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri menningarsviðs Reykjanesbæjar, segir markmið Safnahelgarinnar að kynna fyrir landsmönnum öll þau frábæru söfn og sýningar sem í boði eru á Suðurnesjum. „Það tekur enga stund fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu að renna í bíltúr hingað um helgina og upplifa þau skemmtilegu söfn og sýningar sem hér verða í boði. Auk þeirra munu fjölmargir veitingastaðir og gististaðir bjóða upp á góð tilboð um helgina.“ Fjölbreytnin í safnaflóru Suðurnesja er með ólíkindum miðað við stærð svæðisins. „Víkingaheimar standa alltaf fyrir sínu og um helgina mun nýtt víkingafélag kynna starfsemi sína þar. Rokkheimur Rúnars Júlíussonar kynnir poppsöguna fyrir gestum en Hljómar voru fyrsta bítlahljómsveit landsins. Landsmenn geta kynnt sér sköpun jarðar og nýtingu orkunnar í Orkuverinu Jörð og heimsótt íbúð Kanans sem gefur landsmönnum innsýn í lífið á Keflavíkurflugvelli þegar bandaríski herinn dvaldi hér.“ Suðurnesjamenn sóttu fast sjóinn áður þótt þeir geri það í minni mæli í dag. Sjósókn Suðurnesjamanna er kynnt á fjórum söfnum í þremur bæjarfélögum; Kvikunni í Grindavík, Byggðasafninu í Garði og Bátasafninu og Byggðasafninu í Duushúsum í Reykjanesbæ. „Bátasafnið er sérstaklega glæsilegt en það prýða yfir 100 bátalíkön og munir sem tengjast sjávarútvegssögu Íslendinga.“ Auk hefðbundinna safna verður margt annað í boði yfir helgina að sögn Valgerðar. „Boðið verður upp á margar spennandi gönguferðir, haldin verður saltfisksuppskriftakeppni og Skessan í hellinum verður auðvitað á sínum stað eins og alltaf og heilsar upp á gesti.“ Safnahelgin stendur yfir í dag laugardag og á morgun sunnudag. Nánari upplýsingar og dagskrá má finna á www.safnahelgi.is. Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sjá meira
Safnahelgi á Suðurnesjum verður haldin sjötta árið í röð um helgina. Ótrúlegur fjöldi áhugaverðra og skemmtilegra safna er að finna á þessum slóðum og eru mörg þeirra einstök í sinni röð. Nú gefst landsmönnum kostur á að skoða þau öll um helgina en ókeypis verður inn á öll söfn og viðburði Safnahelgarinnar. Valgerður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri menningarsviðs Reykjanesbæjar, segir markmið Safnahelgarinnar að kynna fyrir landsmönnum öll þau frábæru söfn og sýningar sem í boði eru á Suðurnesjum. „Það tekur enga stund fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu að renna í bíltúr hingað um helgina og upplifa þau skemmtilegu söfn og sýningar sem hér verða í boði. Auk þeirra munu fjölmargir veitingastaðir og gististaðir bjóða upp á góð tilboð um helgina.“ Fjölbreytnin í safnaflóru Suðurnesja er með ólíkindum miðað við stærð svæðisins. „Víkingaheimar standa alltaf fyrir sínu og um helgina mun nýtt víkingafélag kynna starfsemi sína þar. Rokkheimur Rúnars Júlíussonar kynnir poppsöguna fyrir gestum en Hljómar voru fyrsta bítlahljómsveit landsins. Landsmenn geta kynnt sér sköpun jarðar og nýtingu orkunnar í Orkuverinu Jörð og heimsótt íbúð Kanans sem gefur landsmönnum innsýn í lífið á Keflavíkurflugvelli þegar bandaríski herinn dvaldi hér.“ Suðurnesjamenn sóttu fast sjóinn áður þótt þeir geri það í minni mæli í dag. Sjósókn Suðurnesjamanna er kynnt á fjórum söfnum í þremur bæjarfélögum; Kvikunni í Grindavík, Byggðasafninu í Garði og Bátasafninu og Byggðasafninu í Duushúsum í Reykjanesbæ. „Bátasafnið er sérstaklega glæsilegt en það prýða yfir 100 bátalíkön og munir sem tengjast sjávarútvegssögu Íslendinga.“ Auk hefðbundinna safna verður margt annað í boði yfir helgina að sögn Valgerðar. „Boðið verður upp á margar spennandi gönguferðir, haldin verður saltfisksuppskriftakeppni og Skessan í hellinum verður auðvitað á sínum stað eins og alltaf og heilsar upp á gesti.“ Safnahelgin stendur yfir í dag laugardag og á morgun sunnudag. Nánari upplýsingar og dagskrá má finna á www.safnahelgi.is.
Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sjá meira