Ekkert ballbann í Borgó Gunnar Leó Pálsson skrifar 13. mars 2014 09:30 Hér er Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir önnur frá hægri, og Guðný María Jónsdóttir önnur frá vinstru, með hressa nemendur með sér. Þær eru félagsmálafulltrúar Borgarholtsskóla ásamt Sigurði Þóri Þorsteinssyni. mynd/einkasafn „Við viljum koma því til skila að okkar skipulag hefur komið mjög vel út og viljum að svipuðu skipulagi verði komið á í fleiri skólum,“ segir Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir, framhaldsskólakennari og einn forvarna- og félagsmálafulltrúa Borgarholtsskóla. Borgarholtsskóli hefur endurskipulagt dansleikjamál skólans og hefur nýja skipulagið komið ákaflega vel út á þessu skólaári. „Á árshátíðinni hjá okkur var húsið opnað klukkan 19.00 og húsinu var lokað klukkan 20.30. Nemendur fengu ekki að fara út og koma aftur inn eftir klukkan 20.30. Þetta gerir það að verkum að nemendur eru ekki að fara í partí á milli matar og balls til þess að drekka áfengi,“ útskýrir Ásta Laufey. Það hefur tíðkast í sumum skólum, og þá helst á árshátíðum skólanna, að nemendur mæta í matinn og fara svo í partí þar sem gjarnan er drukkið eins mikið magn áfengis og hægt er fyrir ballið, sem hefst síðar sama kvöld. Það verður til þess að nemendur mæta gjarnan mjög drukknir og við vitum öll hverjir fylgifiskar ofneyslu áfengis geta verið, líkt og ofbeldi og önnur brot. Aðstandendur dansleikja í Borgarholtsskóla nota áfengismæla til þess að láta þá blása sem grunaðir eru um ölvun. „Við byrjuðum að nota áfengismæla árið 2009 og notuðum þá mjög mikið. Þá var fólk látið blása þegar það mætti á ballið. Við lentum í þeim vandræðum að sjúkraherbergið varð fullt af fólki,“ segir Ásta Laufey. Í dag eru þeir sem grunaðir eru um ölvun látnir blása. „Það voru fimm nemendur á árshátíðinni sem voru látnir blása og þá var hringt í foreldra þeirra og nemendurnir sóttir. Ef upp kemst um ölvun nemenda á balli hjá okkur fær sá aðili ekki aðgang að næsta balli,“ útskýrir Ásta Laufey. Hún segir ástandið aldrei hafa verið eins gott og í vetur í Borgarholtsskóla. „Á busaballinu í haust komu upp tíu tilvik á 700 manna balli. Það voru svo bara fjórir einstaklingar með vesen og voru þeir aðilar ekki einu sinni í skólanum.“Borgarholtsskóli hefur náð að halda ölæði nemenda sinna í lágmarki.fréttablaðið/pjeturBorgarholtsskóli kaupir öryggisgæslu hjá fyrirtækinu Go Security og ber því vel söguna. „Starfsmenn fyrirtækisins hafa flestir reynslu og hafa margir hverjir unnið í tengslum við áfengisráðgjöf. Þeir fylla út skýrslu með upplýsingum um ölvaða einstaklinginn. Foreldrar barnanna kvitta svo undir þegar þeir sækja ölvaða einstaklinginn. Eins og fyrr segir fær sá aðili ekki aðgang að næsta balli.“ Ásta Laufey vill gjarnan að fleiri skólar taki upp skipulag Borgarholtsskóla. Banni partíin sem eru á milli matar og balls á árshátíðum og biðji foreldra vinsamlega um að leyfa ekki eftirlitslaus partí í kringum skólaböllin. „Margir foreldrar unglinga hafa áhyggjur af því að börnin þeirra hefji áfengisdrykkju í framhaldsskóla. Við viljum minnka líkurnar á því að það gerist og halda þeim góða árangri sem náðst hefur í grunnskólum og samræma reglur í framhaldsskólum í tengslum við áfengisneyslu,“ segir Ásta Laufey og bætir við að ástandið hafi ekki alltaf verið svona gott í Borgarholtsskóla. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hafa stjórnendur Menntaskólans við Sund sett á dansleikjabann. „Ástæðan fyrir þessu dansleikjabanni er að okkur hefur fundist hlutirnir ekki hafa gengið nógu vel og það hefur verið allt of mikið um ölvun,“ sagði Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund, í viðtali við Fréttablaðið. Mikil drykkja og önnur brot á árshátíð MS sem fram fór í Gullhömrum fyrir skömmu fylltu mælinn og hefur því verið sett á svokallað dansleikjabann.) Tengdar fréttir Ballbann í MS vegna ölvunar nemenda Stjórnendur og félagsmálafulltrúar Menntaskólans við Sund hafa ákveðið að fleiri dansleikir fari ekki fram þetta skólaárið. Ölvun á árshátíð skólans fyllti mælinn. 12. mars 2014 08:30 „Á framhaldsskólaböllum skapast aðstæður fyrir börn til að byrja að drekka“ Formaður foreldraráðs Menntaskólans við Sund, Íris Georgsdóttir, fagnar því að rektor hafi gripið til aðgerða vegna ölvunar á böllum. Hún hvetur menntayfirvöld til þess að skoða þessi mál heildrænt. 12. mars 2014 15:51 Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira
„Við viljum koma því til skila að okkar skipulag hefur komið mjög vel út og viljum að svipuðu skipulagi verði komið á í fleiri skólum,“ segir Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir, framhaldsskólakennari og einn forvarna- og félagsmálafulltrúa Borgarholtsskóla. Borgarholtsskóli hefur endurskipulagt dansleikjamál skólans og hefur nýja skipulagið komið ákaflega vel út á þessu skólaári. „Á árshátíðinni hjá okkur var húsið opnað klukkan 19.00 og húsinu var lokað klukkan 20.30. Nemendur fengu ekki að fara út og koma aftur inn eftir klukkan 20.30. Þetta gerir það að verkum að nemendur eru ekki að fara í partí á milli matar og balls til þess að drekka áfengi,“ útskýrir Ásta Laufey. Það hefur tíðkast í sumum skólum, og þá helst á árshátíðum skólanna, að nemendur mæta í matinn og fara svo í partí þar sem gjarnan er drukkið eins mikið magn áfengis og hægt er fyrir ballið, sem hefst síðar sama kvöld. Það verður til þess að nemendur mæta gjarnan mjög drukknir og við vitum öll hverjir fylgifiskar ofneyslu áfengis geta verið, líkt og ofbeldi og önnur brot. Aðstandendur dansleikja í Borgarholtsskóla nota áfengismæla til þess að láta þá blása sem grunaðir eru um ölvun. „Við byrjuðum að nota áfengismæla árið 2009 og notuðum þá mjög mikið. Þá var fólk látið blása þegar það mætti á ballið. Við lentum í þeim vandræðum að sjúkraherbergið varð fullt af fólki,“ segir Ásta Laufey. Í dag eru þeir sem grunaðir eru um ölvun látnir blása. „Það voru fimm nemendur á árshátíðinni sem voru látnir blása og þá var hringt í foreldra þeirra og nemendurnir sóttir. Ef upp kemst um ölvun nemenda á balli hjá okkur fær sá aðili ekki aðgang að næsta balli,“ útskýrir Ásta Laufey. Hún segir ástandið aldrei hafa verið eins gott og í vetur í Borgarholtsskóla. „Á busaballinu í haust komu upp tíu tilvik á 700 manna balli. Það voru svo bara fjórir einstaklingar með vesen og voru þeir aðilar ekki einu sinni í skólanum.“Borgarholtsskóli hefur náð að halda ölæði nemenda sinna í lágmarki.fréttablaðið/pjeturBorgarholtsskóli kaupir öryggisgæslu hjá fyrirtækinu Go Security og ber því vel söguna. „Starfsmenn fyrirtækisins hafa flestir reynslu og hafa margir hverjir unnið í tengslum við áfengisráðgjöf. Þeir fylla út skýrslu með upplýsingum um ölvaða einstaklinginn. Foreldrar barnanna kvitta svo undir þegar þeir sækja ölvaða einstaklinginn. Eins og fyrr segir fær sá aðili ekki aðgang að næsta balli.“ Ásta Laufey vill gjarnan að fleiri skólar taki upp skipulag Borgarholtsskóla. Banni partíin sem eru á milli matar og balls á árshátíðum og biðji foreldra vinsamlega um að leyfa ekki eftirlitslaus partí í kringum skólaböllin. „Margir foreldrar unglinga hafa áhyggjur af því að börnin þeirra hefji áfengisdrykkju í framhaldsskóla. Við viljum minnka líkurnar á því að það gerist og halda þeim góða árangri sem náðst hefur í grunnskólum og samræma reglur í framhaldsskólum í tengslum við áfengisneyslu,“ segir Ásta Laufey og bætir við að ástandið hafi ekki alltaf verið svona gott í Borgarholtsskóla. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hafa stjórnendur Menntaskólans við Sund sett á dansleikjabann. „Ástæðan fyrir þessu dansleikjabanni er að okkur hefur fundist hlutirnir ekki hafa gengið nógu vel og það hefur verið allt of mikið um ölvun,“ sagði Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund, í viðtali við Fréttablaðið. Mikil drykkja og önnur brot á árshátíð MS sem fram fór í Gullhömrum fyrir skömmu fylltu mælinn og hefur því verið sett á svokallað dansleikjabann.)
Tengdar fréttir Ballbann í MS vegna ölvunar nemenda Stjórnendur og félagsmálafulltrúar Menntaskólans við Sund hafa ákveðið að fleiri dansleikir fari ekki fram þetta skólaárið. Ölvun á árshátíð skólans fyllti mælinn. 12. mars 2014 08:30 „Á framhaldsskólaböllum skapast aðstæður fyrir börn til að byrja að drekka“ Formaður foreldraráðs Menntaskólans við Sund, Íris Georgsdóttir, fagnar því að rektor hafi gripið til aðgerða vegna ölvunar á böllum. Hún hvetur menntayfirvöld til þess að skoða þessi mál heildrænt. 12. mars 2014 15:51 Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira
Ballbann í MS vegna ölvunar nemenda Stjórnendur og félagsmálafulltrúar Menntaskólans við Sund hafa ákveðið að fleiri dansleikir fari ekki fram þetta skólaárið. Ölvun á árshátíð skólans fyllti mælinn. 12. mars 2014 08:30
„Á framhaldsskólaböllum skapast aðstæður fyrir börn til að byrja að drekka“ Formaður foreldraráðs Menntaskólans við Sund, Íris Georgsdóttir, fagnar því að rektor hafi gripið til aðgerða vegna ölvunar á böllum. Hún hvetur menntayfirvöld til þess að skoða þessi mál heildrænt. 12. mars 2014 15:51