Sveitarfélög viljug til að þjónusta hælisleitendur Þorgils Jónsson skrifar 24. ágúst 2013 09:00 Nokkur sveitarfélög hafa lýst yfir áhuga á að taka þátt í þjónustu við hælisleitendur. Þessar myndir voru teknar þegar hópi hællisleitenda frá Króatíu var vísað úr landi í vor. Fréttablaðið/Vilhelm Nokkur áhugi er meðal sveitarfélaga á að taka þátt í móttöku fyrir hælisleitendur hér á landi. Innanríkisráðuneytið hefur lýst eftir áhugasömum sveitarfélögum og segir Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, að fulltrúar nokkurra sveitarfélaga hafi þegar haft samband. Reykjanesbær hefur síðustu misseri séð að langmestu leyti um þjónustu við hælisleitendur en í vor lýstu forsvarsmenn bæjarins því yfir að ekki væri svigrúm til að taka við fleiri hælisleitendum. „Við eigum eftir að útfæra þetta nánar,“ segir Jóhannes í samtali við Fréttablaðið, „en hugmyndin er sú að ná samningum við tvö sveitarfélög um fastan hóp sem tryggja að hægt sé að taka á móti allt að 50 manns hvort. Svo væru tvö eða þrjú önnur til vara sem þurfa svo klárlega að grípa inn í ef ásóknin verður eins og hún hefur verið.“Hera Ósk EinarsdóttirHera Ósk Einarsdóttir, staðgengill félagsmálastjóra í Reykjanesbæ, segir sveitarfélagið hafa fullan hug á að halda áfram að taka á móti hælisleitendum. „Við gerðum alltaf ráð fyrir því að halda áfram en að það myndi fækka hjá okkur niður í um það bil fimmtíu hælisleitendur. Þetta var bara, og er, allt of mikill fjöldi fyrir sveitarfélagið,“ segir hún. Sem stendur eru 152 hælisleitendur í umsjón Reykjanesbæjar. Þeir voru hátt í 190 þegar mest var í vor, áður en hópi hælisleitenda frá Króatíu var vísað úr landi. Þeir sem lengst hafa dvalið í Reykjanesbæ hafa verið hér á landi í um tvö ár á meðan unnið er úr málum þeirra. Hera segir sumarið hafa verið nokkru rólegra en búist var við. „Það er jákvætt og hefur létt aðeins á álaginu hjá okkur,“ segir hún. Jóhannes tekur í svipaðan streng en segir þó ljóst að opinberir aðilar vilji vera vel í stakk búnir til að takast á við mál af þessu tagi. „Svo er líka verið að vinna í að stytta málsmeðferðartíma til að þessi hópur verði helst ekki svona stór,“ segir hann. Ráðuneytið og útlendingastofnun hafa meðal annars sett aukið fjármagn í að afgreiða umsóknir og Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra ræddi meðal annars lausnir í þessum málaflokki á fundi með norska dómsmálaráðherranum fyrr í sumar. Hælisleitendum fjölgar mjögHælisleitendum hér á landi hefur fjölgað mjög undanfarin misseri. 76 einstaklingar óskuðu eftir hæli árið 2011 og árið 2012 voru umsóknirnar 115. 118 umsóknir um hæli hafa nú þegar borist það sem af er þessu ári, samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun. 7.449 krónur á dagMeð því að stytta meðalmálsmeðferðartíma hælisleitenda hér á landi næst umtalsverður sparnaður þar sem dvalar- og umönnunartími þeirra styttist. Fram kemur á vef innanríkisráðuneytisins að kostnaður ríkisins vegna hælisleitenda meðan umsóknir þeirra eru gaumgæfðar er 7.449 kr. á dag. Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Nokkur áhugi er meðal sveitarfélaga á að taka þátt í móttöku fyrir hælisleitendur hér á landi. Innanríkisráðuneytið hefur lýst eftir áhugasömum sveitarfélögum og segir Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, að fulltrúar nokkurra sveitarfélaga hafi þegar haft samband. Reykjanesbær hefur síðustu misseri séð að langmestu leyti um þjónustu við hælisleitendur en í vor lýstu forsvarsmenn bæjarins því yfir að ekki væri svigrúm til að taka við fleiri hælisleitendum. „Við eigum eftir að útfæra þetta nánar,“ segir Jóhannes í samtali við Fréttablaðið, „en hugmyndin er sú að ná samningum við tvö sveitarfélög um fastan hóp sem tryggja að hægt sé að taka á móti allt að 50 manns hvort. Svo væru tvö eða þrjú önnur til vara sem þurfa svo klárlega að grípa inn í ef ásóknin verður eins og hún hefur verið.“Hera Ósk EinarsdóttirHera Ósk Einarsdóttir, staðgengill félagsmálastjóra í Reykjanesbæ, segir sveitarfélagið hafa fullan hug á að halda áfram að taka á móti hælisleitendum. „Við gerðum alltaf ráð fyrir því að halda áfram en að það myndi fækka hjá okkur niður í um það bil fimmtíu hælisleitendur. Þetta var bara, og er, allt of mikill fjöldi fyrir sveitarfélagið,“ segir hún. Sem stendur eru 152 hælisleitendur í umsjón Reykjanesbæjar. Þeir voru hátt í 190 þegar mest var í vor, áður en hópi hælisleitenda frá Króatíu var vísað úr landi. Þeir sem lengst hafa dvalið í Reykjanesbæ hafa verið hér á landi í um tvö ár á meðan unnið er úr málum þeirra. Hera segir sumarið hafa verið nokkru rólegra en búist var við. „Það er jákvætt og hefur létt aðeins á álaginu hjá okkur,“ segir hún. Jóhannes tekur í svipaðan streng en segir þó ljóst að opinberir aðilar vilji vera vel í stakk búnir til að takast á við mál af þessu tagi. „Svo er líka verið að vinna í að stytta málsmeðferðartíma til að þessi hópur verði helst ekki svona stór,“ segir hann. Ráðuneytið og útlendingastofnun hafa meðal annars sett aukið fjármagn í að afgreiða umsóknir og Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra ræddi meðal annars lausnir í þessum málaflokki á fundi með norska dómsmálaráðherranum fyrr í sumar. Hælisleitendum fjölgar mjögHælisleitendum hér á landi hefur fjölgað mjög undanfarin misseri. 76 einstaklingar óskuðu eftir hæli árið 2011 og árið 2012 voru umsóknirnar 115. 118 umsóknir um hæli hafa nú þegar borist það sem af er þessu ári, samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun. 7.449 krónur á dagMeð því að stytta meðalmálsmeðferðartíma hælisleitenda hér á landi næst umtalsverður sparnaður þar sem dvalar- og umönnunartími þeirra styttist. Fram kemur á vef innanríkisráðuneytisins að kostnaður ríkisins vegna hælisleitenda meðan umsóknir þeirra eru gaumgæfðar er 7.449 kr. á dag.
Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira