Verslingar flytja inn indversk krydd Ugla Egilsdóttir skrifar 7. mars 2014 11:00 Sigurbjörn B. Edvardsson, Kormákur Arthúrsson, Guðbjörg Lára Másdóttir, Þórhildur Þórarinsdóttir, Anna Borg Friðjónsdóttir og Adrianna Domisz flytja saman inn krydd. Mynd/Úr einkasafni „Við fengum þessa viðskiptahugmynd eftir umfjöllun UN Women um sýruárásir á Indlandi,“ segir Sigurbjörn B. Edvardsson, sem kynnir fyrirtækið sitt og félaga sinna á Vörumessu ungra frumkvöðla um helgina. Verzlunarskóli Íslands er einn skólanna sem taka þátt í Vörumessunni, sem er haldin í tengslum við námskeið Fyrirtækjasmiðjunnar. Nemendur stofna fyrirtæki og reka það í þrettán vikur. „Þarna tvinnast saman það sem krakkarnir hafa lært síðustu ár,“ segir Guðrún Inga Sívertsen, kennari í Verzlunarskólanum. „Markmiðið með verkefninu er að læra að koma hugmynd í framkvæmd. Krakkarnir fá viðskiptahugmynd, stofna fyrirtæki, ráða í stöður innan fyrirtækisins og framleiða vöru eða þjónustu, eða kaupa vöru til endursölu. Þessa dagana eru starfrækt tuttugu fyrirtæki í Versló,“ segir Guðrún Inga.Guðrún Inga Sívertsen kennir við Verslunarskóla Íslands.MYND/ÚR EINKASAFNIFyrirtæki Sigurbjarnar og félaga hans heitir Krummi. „Hugmyndin var að stofna, í samvinnu við hjálparsamtök á Indlandi, vinnustað fyrir konur í Mumbai sem hafa orðið fyrir sýruárás. Þær fá vinnu við að pakka inn kryddi sem við sendum á vinnustaðinn, og við borgum þeim sanngjörn laun fyrir. Kryddið kaupum við frá indverskum bændasamtökum. Við hittum stjórnarformann bændasamtakanna á ráðstefnu í Nürnberg í Þýskalandi. Við fundum með mögulegum fjárfestum á næstu dögum,“ segir Sigurbjörn. Verkefni nemenda eru fjölbreytt. „Meðal annars eru saumaðar og hannaðar íþróttabuxur, bindi saumuð og hönnuð, gefinn út geisladiskur, slaufuherðatré búið til og tunguburstar seldir,“ segir Guðrún Inga Sívertsen. Alls verða 35 fyrirtæki, stofnuð af nemendum úr ýmsum framhaldsskólum, kynnt í Smáralind um helgina. Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Sjá meira
„Við fengum þessa viðskiptahugmynd eftir umfjöllun UN Women um sýruárásir á Indlandi,“ segir Sigurbjörn B. Edvardsson, sem kynnir fyrirtækið sitt og félaga sinna á Vörumessu ungra frumkvöðla um helgina. Verzlunarskóli Íslands er einn skólanna sem taka þátt í Vörumessunni, sem er haldin í tengslum við námskeið Fyrirtækjasmiðjunnar. Nemendur stofna fyrirtæki og reka það í þrettán vikur. „Þarna tvinnast saman það sem krakkarnir hafa lært síðustu ár,“ segir Guðrún Inga Sívertsen, kennari í Verzlunarskólanum. „Markmiðið með verkefninu er að læra að koma hugmynd í framkvæmd. Krakkarnir fá viðskiptahugmynd, stofna fyrirtæki, ráða í stöður innan fyrirtækisins og framleiða vöru eða þjónustu, eða kaupa vöru til endursölu. Þessa dagana eru starfrækt tuttugu fyrirtæki í Versló,“ segir Guðrún Inga.Guðrún Inga Sívertsen kennir við Verslunarskóla Íslands.MYND/ÚR EINKASAFNIFyrirtæki Sigurbjarnar og félaga hans heitir Krummi. „Hugmyndin var að stofna, í samvinnu við hjálparsamtök á Indlandi, vinnustað fyrir konur í Mumbai sem hafa orðið fyrir sýruárás. Þær fá vinnu við að pakka inn kryddi sem við sendum á vinnustaðinn, og við borgum þeim sanngjörn laun fyrir. Kryddið kaupum við frá indverskum bændasamtökum. Við hittum stjórnarformann bændasamtakanna á ráðstefnu í Nürnberg í Þýskalandi. Við fundum með mögulegum fjárfestum á næstu dögum,“ segir Sigurbjörn. Verkefni nemenda eru fjölbreytt. „Meðal annars eru saumaðar og hannaðar íþróttabuxur, bindi saumuð og hönnuð, gefinn út geisladiskur, slaufuherðatré búið til og tunguburstar seldir,“ segir Guðrún Inga Sívertsen. Alls verða 35 fyrirtæki, stofnuð af nemendum úr ýmsum framhaldsskólum, kynnt í Smáralind um helgina.
Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Sjá meira