Verslingar flytja inn indversk krydd Ugla Egilsdóttir skrifar 7. mars 2014 11:00 Sigurbjörn B. Edvardsson, Kormákur Arthúrsson, Guðbjörg Lára Másdóttir, Þórhildur Þórarinsdóttir, Anna Borg Friðjónsdóttir og Adrianna Domisz flytja saman inn krydd. Mynd/Úr einkasafni „Við fengum þessa viðskiptahugmynd eftir umfjöllun UN Women um sýruárásir á Indlandi,“ segir Sigurbjörn B. Edvardsson, sem kynnir fyrirtækið sitt og félaga sinna á Vörumessu ungra frumkvöðla um helgina. Verzlunarskóli Íslands er einn skólanna sem taka þátt í Vörumessunni, sem er haldin í tengslum við námskeið Fyrirtækjasmiðjunnar. Nemendur stofna fyrirtæki og reka það í þrettán vikur. „Þarna tvinnast saman það sem krakkarnir hafa lært síðustu ár,“ segir Guðrún Inga Sívertsen, kennari í Verzlunarskólanum. „Markmiðið með verkefninu er að læra að koma hugmynd í framkvæmd. Krakkarnir fá viðskiptahugmynd, stofna fyrirtæki, ráða í stöður innan fyrirtækisins og framleiða vöru eða þjónustu, eða kaupa vöru til endursölu. Þessa dagana eru starfrækt tuttugu fyrirtæki í Versló,“ segir Guðrún Inga.Guðrún Inga Sívertsen kennir við Verslunarskóla Íslands.MYND/ÚR EINKASAFNIFyrirtæki Sigurbjarnar og félaga hans heitir Krummi. „Hugmyndin var að stofna, í samvinnu við hjálparsamtök á Indlandi, vinnustað fyrir konur í Mumbai sem hafa orðið fyrir sýruárás. Þær fá vinnu við að pakka inn kryddi sem við sendum á vinnustaðinn, og við borgum þeim sanngjörn laun fyrir. Kryddið kaupum við frá indverskum bændasamtökum. Við hittum stjórnarformann bændasamtakanna á ráðstefnu í Nürnberg í Þýskalandi. Við fundum með mögulegum fjárfestum á næstu dögum,“ segir Sigurbjörn. Verkefni nemenda eru fjölbreytt. „Meðal annars eru saumaðar og hannaðar íþróttabuxur, bindi saumuð og hönnuð, gefinn út geisladiskur, slaufuherðatré búið til og tunguburstar seldir,“ segir Guðrún Inga Sívertsen. Alls verða 35 fyrirtæki, stofnuð af nemendum úr ýmsum framhaldsskólum, kynnt í Smáralind um helgina. Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira
„Við fengum þessa viðskiptahugmynd eftir umfjöllun UN Women um sýruárásir á Indlandi,“ segir Sigurbjörn B. Edvardsson, sem kynnir fyrirtækið sitt og félaga sinna á Vörumessu ungra frumkvöðla um helgina. Verzlunarskóli Íslands er einn skólanna sem taka þátt í Vörumessunni, sem er haldin í tengslum við námskeið Fyrirtækjasmiðjunnar. Nemendur stofna fyrirtæki og reka það í þrettán vikur. „Þarna tvinnast saman það sem krakkarnir hafa lært síðustu ár,“ segir Guðrún Inga Sívertsen, kennari í Verzlunarskólanum. „Markmiðið með verkefninu er að læra að koma hugmynd í framkvæmd. Krakkarnir fá viðskiptahugmynd, stofna fyrirtæki, ráða í stöður innan fyrirtækisins og framleiða vöru eða þjónustu, eða kaupa vöru til endursölu. Þessa dagana eru starfrækt tuttugu fyrirtæki í Versló,“ segir Guðrún Inga.Guðrún Inga Sívertsen kennir við Verslunarskóla Íslands.MYND/ÚR EINKASAFNIFyrirtæki Sigurbjarnar og félaga hans heitir Krummi. „Hugmyndin var að stofna, í samvinnu við hjálparsamtök á Indlandi, vinnustað fyrir konur í Mumbai sem hafa orðið fyrir sýruárás. Þær fá vinnu við að pakka inn kryddi sem við sendum á vinnustaðinn, og við borgum þeim sanngjörn laun fyrir. Kryddið kaupum við frá indverskum bændasamtökum. Við hittum stjórnarformann bændasamtakanna á ráðstefnu í Nürnberg í Þýskalandi. Við fundum með mögulegum fjárfestum á næstu dögum,“ segir Sigurbjörn. Verkefni nemenda eru fjölbreytt. „Meðal annars eru saumaðar og hannaðar íþróttabuxur, bindi saumuð og hönnuð, gefinn út geisladiskur, slaufuherðatré búið til og tunguburstar seldir,“ segir Guðrún Inga Sívertsen. Alls verða 35 fyrirtæki, stofnuð af nemendum úr ýmsum framhaldsskólum, kynnt í Smáralind um helgina.
Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira