Lífið

Hugleikur og Ari skemmta í Finnlandi

Ugla Egilsdóttir skrifar
Hugleikur Dagsson og félagar hans eru byrjaðir að skrifa nýja seríu af Hulla.
Hugleikur Dagsson og félagar hans eru byrjaðir að skrifa nýja seríu af Hulla.
Hugleikur Dagsson heldur á þriðjudaginn ásamt frænda sínum, Ara Eldjárni, í uppistandsferðalag um Finnland. „Þeir kalla túrinn okkar Icelandic Comedy Invasion,“ segir Hugleikur, en þeir Ari skemmta í bæjunum Turku, Tampere, Oulu, Jyväskylä, og loks í Helsinki. „Þetta kom til eftir að Ari og félagar hans í Mið-Íslandi fengu André Wickström, sem er finnskur uppistandari, sem gestauppistandara á sýningu hjá Mið-Íslandi.“

„Ég dró Ara og André í eftirpartí eftir uppistand. Síðan þá höfum við verið Facebook-vinir. Ég spurði hann hvort það væri ekki möguleiki á því að ég gæti verið með uppistand í Finnlandi. Hann stakk upp á að við Ari kæmum saman, en Ari hafði farið áður til Finnlands með uppistand. Það endaði með því að okkur var skellt á grínhátíð í Turku síðastliðið haust. Á þessari grínhátíð vöktum við svo mikla lukku að við vorum beðnir um að koma aftur. Þess vegna erum við að fara í þennan túr núna. Svo förum við enn og aftur á einhverja grínhátíð í Finnlandi í sumar í bæ sem heitir Kuopio,“ segir Hugleikur.

Bækur Hugleiks hafa notið mikilla vinsælda í Finnlandi. „Ég er einmitt að svara hér viðtali á netinu við finnskan vefmiðil sem spyr meðal annars hvort Íslendingar og Finnar séu sálufélagar,“ segir Hugleikur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.