Bara viðkvæmt blóm sem dansar Ugla Egilsdóttir skrifar 6. mars 2014 12:30 Ármann Einarsson var skólastjóri í Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar áður en hann gerðist samtímadansari. Brogan Davisson dansar líka í verkinu. „Við förum til Winnipeg í maí, til Frankfurtar í júní og Bergen í haust á einhverjar listahátíðir sem ég veit ekki hvað heita,“ segir Ármann Einarsson, fyrrum skólastjóri sem venti kvæði sínu í kross og gerðist samtímadansari í verkinu Dansaðu fyrir mig. „Pétur sonur minn sem leikstýrir og Brogan tengdadóttir mín sem dansar líka í verkinu vita allt um þessar hátíðir og halda utan um þetta. Ég er bara viðkvæmt blóm sem dansar,“ segir Ármann. „Síðustu sýningar á Dansaðu fyrir mig á Íslandi verða í dag og á morgun. Síðan höldum við út í heim til að sýna dans,“ segir Ármann. Fyrst er förinni heitið til Winnipeg í Kanada. „Við förum líka til Gimli og Riverton í þeirri ferð. Svo förum við til Frankfurtar og Bergen síðar á árinu. Þessi ferðalög eru alveg staðfest en við erum líka að skoða ferðalög til Írlands, Danmerkur og Bretlands. Síðan var okkur boðið að dansa í Ástralíu en við frestuðum því um óákveðinn tíma. Við hefðum þurft að fjármagna þá ferð sjálf, á meðan hátíðirnar í Bergen, Kanada og Frankfurt bjóða okkur á staðinn. Maður þorði ekki að bóka sig svona langt upp á einhverja vitleysu. Við hefðum þurft að leita eftir svo miklum styrkjum.“ Ármann segir engan bilbug að finna á hópnum. „Þetta er ekki leiðinlegt, skal ég segja þér, að fá að ferðast sem listamaður. Þetta litla ævintýri hefur tekið óvænta stefnu og er að enda með að verða ansi stórt ævintýri. Markmiðið er núna að sýna sem víðast úti. Ég er að vona að það leiði af sér eitthvað stórkostlegt. Það eru umboðsmenn sem koma að sjá þessar sýningar á listahátíðunum. Ég vona að boltinn fari að rúlla. Þeir útlensku listamenn sem hafa séð þetta hafa verið hrifnir. Þeir sem hafa séð sýninguna eru allir mjög jákvæðir. Þetta er önnur sýning en fólk býst við,“ segir Ármann. Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Skemmtilegsti partur dagsins að klæða sig upp Tíska og hönnun Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Fleiri fréttir „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Sjá meira
„Við förum til Winnipeg í maí, til Frankfurtar í júní og Bergen í haust á einhverjar listahátíðir sem ég veit ekki hvað heita,“ segir Ármann Einarsson, fyrrum skólastjóri sem venti kvæði sínu í kross og gerðist samtímadansari í verkinu Dansaðu fyrir mig. „Pétur sonur minn sem leikstýrir og Brogan tengdadóttir mín sem dansar líka í verkinu vita allt um þessar hátíðir og halda utan um þetta. Ég er bara viðkvæmt blóm sem dansar,“ segir Ármann. „Síðustu sýningar á Dansaðu fyrir mig á Íslandi verða í dag og á morgun. Síðan höldum við út í heim til að sýna dans,“ segir Ármann. Fyrst er förinni heitið til Winnipeg í Kanada. „Við förum líka til Gimli og Riverton í þeirri ferð. Svo förum við til Frankfurtar og Bergen síðar á árinu. Þessi ferðalög eru alveg staðfest en við erum líka að skoða ferðalög til Írlands, Danmerkur og Bretlands. Síðan var okkur boðið að dansa í Ástralíu en við frestuðum því um óákveðinn tíma. Við hefðum þurft að fjármagna þá ferð sjálf, á meðan hátíðirnar í Bergen, Kanada og Frankfurt bjóða okkur á staðinn. Maður þorði ekki að bóka sig svona langt upp á einhverja vitleysu. Við hefðum þurft að leita eftir svo miklum styrkjum.“ Ármann segir engan bilbug að finna á hópnum. „Þetta er ekki leiðinlegt, skal ég segja þér, að fá að ferðast sem listamaður. Þetta litla ævintýri hefur tekið óvænta stefnu og er að enda með að verða ansi stórt ævintýri. Markmiðið er núna að sýna sem víðast úti. Ég er að vona að það leiði af sér eitthvað stórkostlegt. Það eru umboðsmenn sem koma að sjá þessar sýningar á listahátíðunum. Ég vona að boltinn fari að rúlla. Þeir útlensku listamenn sem hafa séð þetta hafa verið hrifnir. Þeir sem hafa séð sýninguna eru allir mjög jákvæðir. Þetta er önnur sýning en fólk býst við,“ segir Ármann.
Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Skemmtilegsti partur dagsins að klæða sig upp Tíska og hönnun Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Fleiri fréttir „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“