Formaður KKÍ: Þetta er ekki eðlileg staða Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. mars 2014 07:00 Hannes S. Jónsson sinnir tveimur aðalstörfunum hjá KKÍ. Vísir/Stefán „Í rauninni er þetta ekki eðlileg staða. Auðvitað er stjórnin samt alltaf yfirmaðurinn. Það var samt ákveðið að þetta yrði svona fram á haustið,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður og nú framkvæmdastjóri KKÍ, aðspurður hvort það sé eðlilegt að hann sé bæði formaður og framkvæmdastjóri körfuknattleikssambandsins. Hann sé því í raun yfirmaður sjálfs sín. KKÍ þurfti að segja Friðriki Inga Rúnarssyni upp sem framkvæmdastjóra á dögunum í hagræðingarskyni. Hannes hefur nú tekið við skyldum Friðriks en þrír menn eru í fullu starfi hjá sambandinu. „Ég hef alltaf verið á því að þetta sé engin kjörstaða. Það að sami maður sé formaður og framkvæmdastjóri. Svona á þetta ekki að vera í fullkomnum heimi en svona ákvað stjórnin að leysa þetta tímabundið.“ Formaður KKÍ er kosinn til tveggja ára og næst verður kosið um formann á næsta ári. Hannes hefur verið á fullum launum hjá sambandinu í þrjú ár. Þegar hann bauð sig fram til áframhaldandi setu í fyrra var ekki tekið sérstaklega fram að um launað starf væri að ræða. Hannes segir þó að flestum hefði átt að vera kunnugt um að svo væri. „Þetta var rætt á fjárhagsnefndarfundi á þinginu sjálfu þar sem voru margir þingfulltrúar. Það var enginn feluleikur í kringum það þá og hefur aldrei verið,“ segir Hannes en hann segir það heldur ekki vera neitt leyndarmál innan hreyfingarinnar hvað hann sé með í laun. Hann fær 405 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt. „Menn verða aldrei ríkir af körfubolta. Ég er ekki í þessu starfi út af laununum. Mér hefur boðist vinna þar sem mér hafa verið boðin umtalsvert hærri laun. Ég hef hafnað þeim tilboðum því mér finnst ég vera að gera hreyfingunni gagn og hef enn talsvert fram að færa fyrir íþróttina,“ segir formaðurinn. „Ég er ekki í þessu fyrir peningana. Starfið er skemmtilegt, krefjandi og ég er líka í þessu af hugsjón.“ Eins og áður segir verður staðan hjá sambandinu aftur skoðuð í haust og þá líklega í október. „Þá kemur í ljós hvort við getum aftur ráðið framkvæmdastjóra eða gert eitthvað annað. Árið lítur vel út og við munum á næstunni kynna nýja styrktaraðila. Sambandið skilaði tveggja milljóna króna hagnaði í fyrra en við skuldum enn 20 milljónir. Það er alvarlegi hlutinn og ástæðan fyrir því að við neyddumst til þess að fara í aðgerðir á dögunum.“ Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
„Í rauninni er þetta ekki eðlileg staða. Auðvitað er stjórnin samt alltaf yfirmaðurinn. Það var samt ákveðið að þetta yrði svona fram á haustið,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður og nú framkvæmdastjóri KKÍ, aðspurður hvort það sé eðlilegt að hann sé bæði formaður og framkvæmdastjóri körfuknattleikssambandsins. Hann sé því í raun yfirmaður sjálfs sín. KKÍ þurfti að segja Friðriki Inga Rúnarssyni upp sem framkvæmdastjóra á dögunum í hagræðingarskyni. Hannes hefur nú tekið við skyldum Friðriks en þrír menn eru í fullu starfi hjá sambandinu. „Ég hef alltaf verið á því að þetta sé engin kjörstaða. Það að sami maður sé formaður og framkvæmdastjóri. Svona á þetta ekki að vera í fullkomnum heimi en svona ákvað stjórnin að leysa þetta tímabundið.“ Formaður KKÍ er kosinn til tveggja ára og næst verður kosið um formann á næsta ári. Hannes hefur verið á fullum launum hjá sambandinu í þrjú ár. Þegar hann bauð sig fram til áframhaldandi setu í fyrra var ekki tekið sérstaklega fram að um launað starf væri að ræða. Hannes segir þó að flestum hefði átt að vera kunnugt um að svo væri. „Þetta var rætt á fjárhagsnefndarfundi á þinginu sjálfu þar sem voru margir þingfulltrúar. Það var enginn feluleikur í kringum það þá og hefur aldrei verið,“ segir Hannes en hann segir það heldur ekki vera neitt leyndarmál innan hreyfingarinnar hvað hann sé með í laun. Hann fær 405 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt. „Menn verða aldrei ríkir af körfubolta. Ég er ekki í þessu starfi út af laununum. Mér hefur boðist vinna þar sem mér hafa verið boðin umtalsvert hærri laun. Ég hef hafnað þeim tilboðum því mér finnst ég vera að gera hreyfingunni gagn og hef enn talsvert fram að færa fyrir íþróttina,“ segir formaðurinn. „Ég er ekki í þessu fyrir peningana. Starfið er skemmtilegt, krefjandi og ég er líka í þessu af hugsjón.“ Eins og áður segir verður staðan hjá sambandinu aftur skoðuð í haust og þá líklega í október. „Þá kemur í ljós hvort við getum aftur ráðið framkvæmdastjóra eða gert eitthvað annað. Árið lítur vel út og við munum á næstunni kynna nýja styrktaraðila. Sambandið skilaði tveggja milljóna króna hagnaði í fyrra en við skuldum enn 20 milljónir. Það er alvarlegi hlutinn og ástæðan fyrir því að við neyddumst til þess að fara í aðgerðir á dögunum.“
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum