Lífið

Undursamlega sungið hjá Söru

Sara á framtíðina fyrir sér í söngnum.
Sara á framtíðina fyrir sér í söngnum.
Sara Pétursdóttir bar sigur úr býtum í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fór fram á Akureyri á dögunum. Sara steig á stokk fyrir hönd Tækniskólans þar sem hún er nemandi í Hársnyrtiskólanum.



Þar flutti hún lagið Make you feel my love með Bob Dylan og sló í gegn. Lagið fékk endurnýjun lífdaga í seinni tíð í flutningi Adele.

Menntaskólinn í Kópavogi var í öðru sæti í söngkeppninni og Verslunarskóli Íslands hafnaði í því þriðja.

Sara kom við hjá Rúnari Róberts á Bylgjunni þar sem hún flutti lagið og er óhætt að segja að söngkonan efnilega eigi framtíðina fyrir sér. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.