Lífið

Tvöfaldir tvíburar

Lilja Björk Hauksdóttir skrifar
Tvíburarnir Davíð og Bjarni stýra Geggjuðum græjum á Stöð 2.
Tvíburarnir Davíð og Bjarni stýra Geggjuðum græjum á Stöð 2.
Tvíburabræðurnir Davíð og Bjarni Hedtoft Reynissynir sem stjórna þættinum Geggjaðar græjur á Stöð 2 gáfu mömmu sinni nákvæm líkön af andlitunum á sjálfum sér.

„Líkönin voru gerð í skanna í tækniháskólanum í Danmörku. Andlitin á okkur voru skönnuð inn og búin til þrívíð líkön sem voru svo send í prentara. Prentarinn byggir andlitsmyndina upp lag fyrir lag, í þúsundum laga þannig að úr verður nokkurs stytta. Við fórum með stytturnar til mömmu og gáfum henni svo hún gæti horft á okkur í hillunni heima og þyrfti ekki að sakna okkar en við bræðurnir búum í Danmörku. Henni fannst þetta hins vegar eitthvað svo óhugnanlegt að nú eru stytturnar komnar innst í hilluna þannig að þær sjást varla,“ segir Davíð og hlær. 



Andlitslíkönin sem bræðurnir gáfu mömmu sinni eru komin upp í efstu hillu á bak við kertastjaka af því henni fannst þau vera óhugnanleg.
Í Geggjuðum græjum gefa þeir Davíð og Bjarni áhorfendum innsýn í nýjustu græjur og afrek á sviði vísinda og leggja áherslu á mikilvægi þeirra. Þeir skoða allt sem er nýtt í græjuheiminum og umfjöllunarefnið er fjölbreytt og skemmtilegt og upplýsir áhorfandann um nýsköpun og vísindi. „Það er margt spennandi sem fólk á eftir að sjá í þáttunum. Við eigum eftir að skoða til dæmis gleraugu frá Google þar sem fólk er í rauninni með internetið á nefinu. Hægt er að tala við gleraugun og láta þau finna til dæmis ákveðna staði eða svara spurningum. Svo verður fjallað um hátækniklæðnað sem er með innbyggða greind, leikföng framtíðarinnar og margt fleira.“ Geggjaðar græjur eru á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 20.15 á þriðjudögum.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.