Þrír tilnefndir í fyrsta sinn til Edduverðlauna Gunnar Leó Pálsson skrifar 22. febrúar 2014 09:00 Ágúst Örn Wigum „Það gaman að fá tilnefningu þó að það séu ekkert sérstaklega margar myndir í pottinum,“ segir hinn 29 ára gamli Davíð Alexander Corno, en hann er tilnefndur í fyrsta sinn til Edduverðlaunanna fyrir klippingu á kvikmyndinni Hross í oss. Davíð er þó ekki sá eini sem hlýtur sína fyrstu tilnefningu í kvöld því leikararnir Styr Júlíusson sem er 21 árs gamall og Ágúst Örn Wigum, 12 ára, eru báðir tilnefndir sem leikari ársins í aðalhlutverki. Styr fyrir leik sinn í Fölskum fugli og Ágúst Örn fyrir leik sinn í Hvalfirði. „Ég er mjög þakklátur og þetta kemur skemmtilega á óvart,“ segir Styr spurður út í tilfinninguna. Ágúst Örn er að sama skapi þakklátur. „Það er sigur að fá tilnefningu og bara auka að vinna,“ bætir Agúst Örn við. Allir stefna þeir á enn frekari frama í leiklist og kvikmyndagerð. „Klippingin er góður skóli fyrir framhaldið held ég,“ segir Davíð en hann langar að fara meira út í handritaskrif og leikstjórn í framtíðinni. Styr segist ekkert endilega stefna á að fara í Leiklistarskólann en hann þreytti frumraun sína í kvikmyndaleik í Fölskum fugli. „Ég er alltaf að stússast í minni verkefnum með vinum mínum og langar að leggja leiklistina og kvikmyndagerð fyrir mig í framtíðinni. Ég stefni þó ekkert endilega á að fara í Leiklistarskólann,“ segir Styr. Hann nemur sem stendur kvikmyndafræði við Háskóla Íslands. Þegar Fréttablaðið náði tali af Ágústi Erni var hann á fullu við talsetningar í Stúdíói Sýrlandi. „Ég er að talsetja danska bíómynd en ég hef talsett myndir á borð við Flóttinn frá jörðu, Dino Time og þættina Stella og Steinn,“ útskýrir Ágúst Örn. Hann bætir við að hann hafi fengið talsverða athygli eftir að hafa leikið í Hvalfirði. Hann lék í leikritunum Oliver Twist og Macbeth. „Ég er að leika í Óvitum sem stendur.“ Davíð segir að nafn sitt hafi farið flakk eftir að Hross í oss kom út. „Mér var boðin vinna strax eftir að myndin kom út,“ segir Davíð sem vann að myndinni Sumarbörn í sumar. Þá er hann að vinna í eigin handriti og minni verkefnum hér og þar. „Á milli stóru verkefnanna eru menn mikið að vinna í sínu eigin efni,“ bætir Davíð við. Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
„Það gaman að fá tilnefningu þó að það séu ekkert sérstaklega margar myndir í pottinum,“ segir hinn 29 ára gamli Davíð Alexander Corno, en hann er tilnefndur í fyrsta sinn til Edduverðlaunanna fyrir klippingu á kvikmyndinni Hross í oss. Davíð er þó ekki sá eini sem hlýtur sína fyrstu tilnefningu í kvöld því leikararnir Styr Júlíusson sem er 21 árs gamall og Ágúst Örn Wigum, 12 ára, eru báðir tilnefndir sem leikari ársins í aðalhlutverki. Styr fyrir leik sinn í Fölskum fugli og Ágúst Örn fyrir leik sinn í Hvalfirði. „Ég er mjög þakklátur og þetta kemur skemmtilega á óvart,“ segir Styr spurður út í tilfinninguna. Ágúst Örn er að sama skapi þakklátur. „Það er sigur að fá tilnefningu og bara auka að vinna,“ bætir Agúst Örn við. Allir stefna þeir á enn frekari frama í leiklist og kvikmyndagerð. „Klippingin er góður skóli fyrir framhaldið held ég,“ segir Davíð en hann langar að fara meira út í handritaskrif og leikstjórn í framtíðinni. Styr segist ekkert endilega stefna á að fara í Leiklistarskólann en hann þreytti frumraun sína í kvikmyndaleik í Fölskum fugli. „Ég er alltaf að stússast í minni verkefnum með vinum mínum og langar að leggja leiklistina og kvikmyndagerð fyrir mig í framtíðinni. Ég stefni þó ekkert endilega á að fara í Leiklistarskólann,“ segir Styr. Hann nemur sem stendur kvikmyndafræði við Háskóla Íslands. Þegar Fréttablaðið náði tali af Ágústi Erni var hann á fullu við talsetningar í Stúdíói Sýrlandi. „Ég er að talsetja danska bíómynd en ég hef talsett myndir á borð við Flóttinn frá jörðu, Dino Time og þættina Stella og Steinn,“ útskýrir Ágúst Örn. Hann bætir við að hann hafi fengið talsverða athygli eftir að hafa leikið í Hvalfirði. Hann lék í leikritunum Oliver Twist og Macbeth. „Ég er að leika í Óvitum sem stendur.“ Davíð segir að nafn sitt hafi farið flakk eftir að Hross í oss kom út. „Mér var boðin vinna strax eftir að myndin kom út,“ segir Davíð sem vann að myndinni Sumarbörn í sumar. Þá er hann að vinna í eigin handriti og minni verkefnum hér og þar. „Á milli stóru verkefnanna eru menn mikið að vinna í sínu eigin efni,“ bætir Davíð við.
Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira