Þrír tilnefndir í fyrsta sinn til Edduverðlauna Gunnar Leó Pálsson skrifar 22. febrúar 2014 09:00 Ágúst Örn Wigum „Það gaman að fá tilnefningu þó að það séu ekkert sérstaklega margar myndir í pottinum,“ segir hinn 29 ára gamli Davíð Alexander Corno, en hann er tilnefndur í fyrsta sinn til Edduverðlaunanna fyrir klippingu á kvikmyndinni Hross í oss. Davíð er þó ekki sá eini sem hlýtur sína fyrstu tilnefningu í kvöld því leikararnir Styr Júlíusson sem er 21 árs gamall og Ágúst Örn Wigum, 12 ára, eru báðir tilnefndir sem leikari ársins í aðalhlutverki. Styr fyrir leik sinn í Fölskum fugli og Ágúst Örn fyrir leik sinn í Hvalfirði. „Ég er mjög þakklátur og þetta kemur skemmtilega á óvart,“ segir Styr spurður út í tilfinninguna. Ágúst Örn er að sama skapi þakklátur. „Það er sigur að fá tilnefningu og bara auka að vinna,“ bætir Agúst Örn við. Allir stefna þeir á enn frekari frama í leiklist og kvikmyndagerð. „Klippingin er góður skóli fyrir framhaldið held ég,“ segir Davíð en hann langar að fara meira út í handritaskrif og leikstjórn í framtíðinni. Styr segist ekkert endilega stefna á að fara í Leiklistarskólann en hann þreytti frumraun sína í kvikmyndaleik í Fölskum fugli. „Ég er alltaf að stússast í minni verkefnum með vinum mínum og langar að leggja leiklistina og kvikmyndagerð fyrir mig í framtíðinni. Ég stefni þó ekkert endilega á að fara í Leiklistarskólann,“ segir Styr. Hann nemur sem stendur kvikmyndafræði við Háskóla Íslands. Þegar Fréttablaðið náði tali af Ágústi Erni var hann á fullu við talsetningar í Stúdíói Sýrlandi. „Ég er að talsetja danska bíómynd en ég hef talsett myndir á borð við Flóttinn frá jörðu, Dino Time og þættina Stella og Steinn,“ útskýrir Ágúst Örn. Hann bætir við að hann hafi fengið talsverða athygli eftir að hafa leikið í Hvalfirði. Hann lék í leikritunum Oliver Twist og Macbeth. „Ég er að leika í Óvitum sem stendur.“ Davíð segir að nafn sitt hafi farið flakk eftir að Hross í oss kom út. „Mér var boðin vinna strax eftir að myndin kom út,“ segir Davíð sem vann að myndinni Sumarbörn í sumar. Þá er hann að vinna í eigin handriti og minni verkefnum hér og þar. „Á milli stóru verkefnanna eru menn mikið að vinna í sínu eigin efni,“ bætir Davíð við. Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira
„Það gaman að fá tilnefningu þó að það séu ekkert sérstaklega margar myndir í pottinum,“ segir hinn 29 ára gamli Davíð Alexander Corno, en hann er tilnefndur í fyrsta sinn til Edduverðlaunanna fyrir klippingu á kvikmyndinni Hross í oss. Davíð er þó ekki sá eini sem hlýtur sína fyrstu tilnefningu í kvöld því leikararnir Styr Júlíusson sem er 21 árs gamall og Ágúst Örn Wigum, 12 ára, eru báðir tilnefndir sem leikari ársins í aðalhlutverki. Styr fyrir leik sinn í Fölskum fugli og Ágúst Örn fyrir leik sinn í Hvalfirði. „Ég er mjög þakklátur og þetta kemur skemmtilega á óvart,“ segir Styr spurður út í tilfinninguna. Ágúst Örn er að sama skapi þakklátur. „Það er sigur að fá tilnefningu og bara auka að vinna,“ bætir Agúst Örn við. Allir stefna þeir á enn frekari frama í leiklist og kvikmyndagerð. „Klippingin er góður skóli fyrir framhaldið held ég,“ segir Davíð en hann langar að fara meira út í handritaskrif og leikstjórn í framtíðinni. Styr segist ekkert endilega stefna á að fara í Leiklistarskólann en hann þreytti frumraun sína í kvikmyndaleik í Fölskum fugli. „Ég er alltaf að stússast í minni verkefnum með vinum mínum og langar að leggja leiklistina og kvikmyndagerð fyrir mig í framtíðinni. Ég stefni þó ekkert endilega á að fara í Leiklistarskólann,“ segir Styr. Hann nemur sem stendur kvikmyndafræði við Háskóla Íslands. Þegar Fréttablaðið náði tali af Ágústi Erni var hann á fullu við talsetningar í Stúdíói Sýrlandi. „Ég er að talsetja danska bíómynd en ég hef talsett myndir á borð við Flóttinn frá jörðu, Dino Time og þættina Stella og Steinn,“ útskýrir Ágúst Örn. Hann bætir við að hann hafi fengið talsverða athygli eftir að hafa leikið í Hvalfirði. Hann lék í leikritunum Oliver Twist og Macbeth. „Ég er að leika í Óvitum sem stendur.“ Davíð segir að nafn sitt hafi farið flakk eftir að Hross í oss kom út. „Mér var boðin vinna strax eftir að myndin kom út,“ segir Davíð sem vann að myndinni Sumarbörn í sumar. Þá er hann að vinna í eigin handriti og minni verkefnum hér og þar. „Á milli stóru verkefnanna eru menn mikið að vinna í sínu eigin efni,“ bætir Davíð við.
Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira