Lífið

Frægur fyrirlesari hjá RIKK

Ugla Egilsdóttir skrifar
Irma Erlingsdóttir.
Irma Erlingsdóttir. Mynd/Gabrielle Motola
„Við höfum fengið fullt af fyrirspurnum um hvort bækurnar séu komnar í bókabúðir,“ segir Irma Erlingsdóttir, einn ritstjóra þriðju útgáfu RIKK í röðinni Fléttur. Útgáfuhóf verður fyrir bókina klukkan 16-18 í Öskju í Háskóla Íslands. „Áhugi á öllum femínískum málum hefur aukist mikið.“

„Á meðal greinahöfunda eru tvær heimsþekktar fræðikonur, þær Cynthia Enloe og Joni Seager, en Cynthia heldur erindi í útgáfuhófinu í dag sem er byggt á grein hennar í bókinni. Grein Cynthiu fjallar um Dominique Strauss Khan-hneykslið og þá karllægu hugmyndafræði sem átti þátt í fjármálahruninu 2008. Greinin heitir DSK: Víkingar og mestu snillingarnir. Síðasti kaflinn fjallar bara um útrásarvíkingana.“

Fjöldi fræðimanna á greinar í bókinni. „Bókinni er skipt í þrjá hluta. Fyrsti hlutinn fjallar um jafnrétti, samfélag, samtvinnun og samtímamenningu. Annar hlutinn er um kyngervi og jafnrétti í bókmennta- og menningarfræðilegu ljósi. Í þriðja hlutanum eru greinarnar eftir útlensku fræðikonurnar, sem fjalla aðeins meira um alþjóðleg mál. Dagný Kristjánsdóttir bókmenntafræðingur heldur einnig erindi í útgáfuhófinu, auk þess sem Guðni Elísson kynnir bókina,“ segir Irma. Boðið verður upp á léttar veitingar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.